logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Grunur um einelti eða annað ofbeldi

Tilkynning

Foreldrar

Að baki Varmárskóla standa öflugir foreldrar. Stöðugt er verið að leita leiða til að auðvelda foreldrum þátttöku í skólastarfinu. Varmárskóli býður foreldra ætíð velkomna í skólann, hvort sem er til að taka þátt í skólastarfinu eða til skrafs og ráðagerðar. Foreldrar tilvonandi 1. bekkinga er boðið á fund og í heimsókn í Varmárskóla að vori til. Á haustönn er námsefniskynning í öllum árgöngum skólans.

Bekkjarskemmtanir eru haldnar yfir veturinn sem foreldrar eru ætíð velkomnir á. Sjöttu bekkingar bjóða foreldrum sýnum til veislu í febrúar, ár hvert þar sem kynnt er samþættingarverkefni um Norðurlönd. Þar fá foreldrar að bragða á mat ættaðan frá Norðurlöndum, fá kynningu um löndin og jafvel danssýningu.

Varmárskóli er stöðugt að leita að tækifærum til að fá foreldra meira inn í skólastarfið og hvetjum við foreldra til að hafa samband ef þeir hafa áhuga á að taka meiri þátt í skólastarfinu.

Tímabundið leyfi

Foreldrar þurfa að fylla út umsókn í Íbúagátt Mosfellsbæjar ef nemendur þurfa leyfi í meira en einn skóladag.

Nauðsynlegt er að upplýsa umsjónarkennara um leyfið með fyrirvara.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira