Foreldrasamstarf
Foreldrasamstarf er ein af grunnundirstöðum Varmárskóla.
Það er okkur mikilvægt að vera í sem bestum tengslum við foreldra í leik og starfi.
Hér er hægt að nálgast upplýsingar um foreldrasamstarfið og annað sem snýr að samstarfi foreldra og skóla.
Markmiðið með foreldrasamstarfi er að:
- veita foreldrum upplýsingar um skólastarfið.
- veita foreldrum upplýsingar um þroska barnsins og stöðu þess í skólanum.
- afla upplýsinga um aðstæður og uppeldisviðhorf foreldra.
- stuðla að þátttöku foreldra í starfi skólans.
- skapa umræðuvettvang fyrir skoðanaskipti um uppeldi barna (Heimild; aðalnámskrá leikskóla).
- rækta samvinnu og samskipti skóla og heimilanna.
Mikilvægt er að foreldrar og starfsfólk skólans vinni saman að því að skapa farsæla umgjörð um það starf sem fram fer í skólanum. Hlýja, gagnkvæmt traust og gagnkvæm og virk upplýsingagjöf þarf að vera til staðar í samskiptum foreldra og skóla til að tryggja sem best hagsmuni barnanna. Foreldrar þekkja börnin sín best og er þekking þeirra á þroska og líðan barnanna lögð til grundvallar í öllu starfi með börnunum og foreldrum. Mestu máli skiptir, í námi og starfi barnanna, er að þeim líði vel í skólanum og að þau hafi tækifæri til að fást við viðfangsefni sem eflir þau og veitir þeim gleði.