Félagsmiðstöðin Bólið
Við bjóðum upp á uppbyggilegt frístundastarf fyrir 10-16 ára börn og unglinga í frítímanum.
Við gerum okkar besta til að stuðla að jákvæðum og þroskandi samskiptum meðal barna og unglinga og örva félagsþroska þeirra og lýðræðisvitund. Starfsemi Bólsins er skipulögð að miklu leyti í samráði við unglingana.
Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá ásamt klúbbastarfsemi þar sem flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Allir eiga að finna að þeir séu velkomnir og talað sé við þá á jafnréttisgrundvelli. Einnig gegnir Bólið mikilvægu forvarnarhlutverki.
Við leggjum áherslu á góða samvinnu við grunnskóla Mosfellsbæjar og bjóðum upp á valfög í þeim skólum sem eru með unglingastig. Þá koma unglingarnir til okkar í t.d. félagsfærni, sjálfsstyrkingu eða kynfræðslu svo eitthvað sé nefnt. Þau ungmenni sem hafa áhuga á tónlist eru hvött til að kynna sér þá aðstöðu sem við höfum upp á að bjóða í Kjallaranum.
Allar frekari upplýsingar um starfið, opnunartíma og hvar okkur er að finna eru á bolid.is.
- bolid.is
- bolid[hja]mos.is
- Varmárból: 566-6058
- Lágóból: 565-5249