logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Lestrarstefna

Í hugtakinu læsi felst einkum þrennt: lestur, skilningur og ritun. Hér er valin sú leið að fjalla einkum um lestur en minnt er á þetta samband þessa þriggja þátta. Í traustu læsi felst m.a. sú hæfni að geta ráðið í letur, skilið og túlkað það sem texti hefur að geyma, lært af því og geta miðlað þekkingu sinni til viðmælanda eða lesanda.

Á undanförnum árum hefur orðið mikil breyting á þeim kröfum sem samfélagið gerir til lestrarfærni. Það felst einkum í því að sá texti sem ber fyrir augu lesanda er mun fjölbreytilegri en áður og birtist ekki einungis á pappír heldur einnig á rafrænu formi.

Við hvetjum alla foreldra/forráðamenn til að láta sig lestur og lestrarþjálfun barna sinna sig varða. Í lestrarstefnu Varmárskóla má meðal annars finna gagnlegar upplýsingar um lestur, skimanir og próf og gagnlegar vefslóðir. 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira