logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Náms- og starfsráðgjöf

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru að vinna með nemendum, foreldrum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.

Markmið þjónustunnar:

  • Liðsinna nemendum við að finna hæfileikum sínum, áhugasviðum og kröftum farveg
  • Veita nemendum aðstoð við að leita lausna ef vandi steðjar að í námi þeirra eða starfi í skólanum.
  • Aðstoða nemendur við að vinna úr upplýsingum um nám sitt og leiðbeina þeim við áframhaldandi nám og starf.
  • Hafa að leiðarljósi í náms- og starfsfræðslu að kynna nemendum fjölbreytt námsframboð að loknum grunnskóla og störf af ýmsu tagi.
  • Ennfremur að kynna báðum kynjum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin karla eða kvennastörf.
  • Kynna fyrir nemendum ný störf og þróun starfa sem fylgja breytingum í nútímasamfélagi.

Ennfremur að:

  • Standa vörð um velferð og hagsmuni allra nemenda.
  • Veita ráðgjöf um námstækni og skipulögð vinnubrögð.
  • Veita persónulega ráðgjöf og stuðning m.a. vegna erfiðra samskipta, kvíða og eineltis.
  • Sinna hópráðgjöf og ýmis konar fræðslu og forvarnarstarfi m.a. gegn vímuefnum, einelti og ofbeldi í samstarfi við stjórnendur og kennara.
  • Sitja í nemendarverndarráði skólans

Náms- og starfsráðgjafi er talsmaður nemenda og trúnaðarmaður. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra en er undanþeginn þagnarskyldu þegar líf, heilsa og öryggi nemenda er í húfi. Einnig ef nemandi greinir frá lögbroti.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira