Tónlistarnám
Eins og fram kemur í aðalnámskrá grunnskóla - Listgreinar frá árinu 2007 þá hefur tónlist hefur á öllum tímum í öllum samfélögum verið samofin lífi og starfi manna. Í gleði og í sorg, við vinnu heima og heiman, í átökum og í friði, til örvunar, sefjunar og hvíldar, alls staðar er tónlistin. Hún hefur upphafið andann, sameinað, varðveitt söguna og útskýrt það sem orð fá ekki sagt. Ekkert svið mannlegrar tilveru er án tónlistar.
Við Varmárskóla er því ekki eingöngu um að ræða hefðbundið tónlistarnám eins og fram kemur í aðalnámsskrá heldur gefst nemendum kostur á að stunda kórstarf, sækja tónlistarnám við Listaskólann eða nám við Skólahljómsveit Mosfellsbæjar.
Tónlist er sérstakur þáttur í mannlegri greind sem hægt er að þroska með markvissri kennslu og þjálfun. Fyrir menntun hvers einstaklings hefur tónmenntarkennsla víðtækt gildi sem felst í því að efla alhliða þroska nemandans. Tónlistariðkun krefst líkamsþjálfunar, skapandi og rökréttrar hugsunar og agaðra og skipulegra vinnubragða. Tónlistariðkunin hefur yfirfærslugildi á aðra hæfni og þekkingu, svo sem samhæfingu hugar og handar, lestrarþjálfun, málþroska, formskynjun, samvinnu og samlíðan, félagsmótun, hlutfallaskynjun, sögu og samfélagsskilning.
Að lokum ber að nefna að tónlist er mikilvæg atvinnugrein í nútímaþjóðfélagi. Tónlistarfræðsla í grunnskólum er liður í menntun þeirra nemenda sem síðar meir kynnu að leggja stund á þessa grein til frekara náms og starfs.
Skólakórinn hefur tekið þátt í landsmótum íslenskra barnakóra svo að segja frá upphafi, en mótin eru haldin annað hvert ár að jafnaði. Einnig hefur kórinn tvívegis tekið þátt í Norbusang, sem eru norræn kóramót.
Kórinn farið í nokkrar söngferðir til útlanda, þ.e. til Noregs, Frakklands, Danmerkur og Spánar. Skólakór Varmárskóla kemur fram að jafnaði 25 – 30 sinnum á ári og stundum oftar, m.a. með tónleikahaldi, á skólaskemmtunum, í kirkjum bæjarins og víðar þar sem eftir er leitað. Vetrarstarfinu lýkur ávallt með tónleikum á vorin.
Kórstarfið eflir þætti eins og fagurfræðilega upplifun, félagsþroska og að vinna saman að ákveðnum markmiðum.
Stjórnandi kórsins er Guðmundur Ómar Óskarsson og hefur hann stjórnað kórnum frá upphafi. Sími 6599057, netfang: omar@varmarskoli.is
Stjórnandi: Daði Þór Einarsson.
Netfang: skomos[hja]ismennt.is
Upplýsingar um þátttöku og innritun í síma: 525 0715
Tilgangur með starfsemi hljómsveitarinnar er að gefa börnum í Mosfellsbæ kost á ódýru og skemmtilegu tónlistarnámi.
Skólahljómsveitin er rekin sem sjálfstæð eining en er hluti af Listaskóla Mosfellsbæjar. Skólahljómsveitin er með aðsetur í Varmárskóla og aðstöðu til kennslu í Lágafellsskóla. Nemendur eru milli 120 - 130 og í þeim hópi eru nokkrir eldri félagar. Hljómsveitinni er skipt í fjóra hópa sem eru byrjendur, yngri deild, eldri deild og gamlir félagar.
Kennt er á hljóðfæri samkvæmt námskrá tónlistarskóla og tónfræði kennd í hljóðfæratímum og í samvinnu við Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar. Nemendur koma tvisvar í viku í einkatíma fyrst um sinn, en einu sinni í viku þegar þeir eru orðnir fullgildir félagar í sveitinni. Samæfingar eru einu sinni í viku fyrir yngstu nemendurna en tvisvar í viku fyrir þá eldri.
Tónfundir eru tvisvar á ári fyrir foreldra og tvennir stórtónleikar vor og haust, en hljómsveitin kemur að jafnaði fram 55-60 sinnum á ári.
Farið er í æfingabúðir auk tónleikahalds og þátttöku á landsmótum Samtaka íslenskra skólahljómsveita. Einnig er samstarf við aðrar hljómsveitir s.s. í Stykkishólmi og Akranesi.
Símar: 566 6319 og 566 6819
Skólastjóri: Atli Guðlaugsson
Viðtalstími: Alla virka daga milli kl. 11:00 - 12:00
Netfang: listaskoli[hja]mos.is
Veffang: www.listmos.is
Tónlistarskólinn var stofnaður árið 1966. 1. febrúar árið 2006 var Listaskóli Mosfellsbæjar stofnaður og varð þá Tónlistarskólinn að tónlistardeild innan Listaskólans.
Hlutverk tónlistardeildarinnar er að efla almenna tónlistarfræðslu og gera öllum kleift að stunda nám í hljóðfæraleik og söng sem þess óska. Í skólanum er kennt á öll helstu hljóðfæri, auk söngnáms, en alls eru kenndar 17 námsgreinar við skólann.
Varmárskóli og Listaskólinn hafa átt farsælt samstarf. Eitthvað er að nemendur við Varmárskóla sem stunda nám við Listaskólann geri samning, sem undirrita þarf af foreldrum, að barn megi fara úr kennslustundum í tónlistarnám. Er þá í flestum tilvikum reynt að velja tíma sem nemandinn á auðveldara með að stunda sjálfsnám þar sem vinna þarf upp efni kennslustunda.