Skólinn
Varmárskóli er staðsettur í ómetanlegu umhverfi þar sem leirurnar, Varmáin, fellin og móarnir fléttast við íþróttaparadís Varmársvæðisins. Varmárskóli hefur mótað sér stefnu með áherslu á útikennslu, heilsueflingu og sjálfbæra þróun.
Skólinn er fyrir nemendur í 1. til 6. bekk. Umsjónarkennarar kenna flesta tíma hjá sínum bekk og halda utan um námsskipulag og eru í samskiptum við foreldra.
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8.00-16.00 alla virka daga.
Netfang skólans er: varmarskoli@mosmennt.is.
Sækja um skólavist
Skráning í Varmárskóla fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Gott er að hafa samband við skólann og heyra í stjórnendum. Þetta á einkum við ef nemandi kemur úr öðrum skóla ýmist að hausti eða á miðjum vetri.
Mötuneyti og frístundasel
Áskriftarbeiðni, uppsögn sem og aðrar breytingar fara gegnum Íbúagáttina eigi síðar en 20. viðkomandi mánaðar.
Ef nemandi er með fæðuóþol eða ofnæmi verður að skila inn vottorði frá lækni. Það þarf að endurnýja á tveggja ára fresti.
Áskrift flyst sjálfkrafa milli ára, því þarf ekki að endurnýja umsókn um mötuneytið á hverju hausti.