logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Sameinuð stöndum við

16/05/11

6b_uppskeruhatid_mai11 (4)Nemendur í 6. bekk hafa verið að þjálfa gömul gildi í vetur í heimilisfræði tímum. Til dæmis hafa þau talað um virðingu, kurteisi og gestrisni.

Meira ...

2. bekkur í heimsókn á Alþingi

12/05/11

2.bekkur_Althingi (26) (800x450)2. bekkur fór í vettvangsferð til Reykjavíkurborgar föstudaginn 6.maí. Ferðin gekk glimrandi vel! Nemendur voru mjög stilltir og prúðir bæði í strætó, gönguferðinni um borgina og líka í heimsókninni í Alþingishúsinu.

Meira ...

4-ÁH í Vin

11/05/11

053 (800x600)Föstudaginn 6. maí fór 4 ÁH í Vin. Bekknum var skipt í tvo hópa. Annar hópurinn var hjá Guðrúnu og eldaði snú-brauð yfir eldi og hin voru hjá kennara að tína saman greinar/sprek. Síðan skiptu þau um stöð. Veðrið var gott, þurrt og dálítill vindur. Allir skemmtu sér konunglega. Fleiri myndir má sjá á myndasíðunni.

Meira ...

4-SBT í Vin

11/05/11

086 (800x600)Mánudaginn 9. maí fór 4 SBT í Vin. Bekknum var skipt í tvo hópa. Annar hópurinn var hjá Guðrúnu og eldaði snú-brauð yfir eldi og hin voru hjá kennara að tína saman greinar/sprek. Síðan skiptu þau um stöð. Veðrið var mjög gott og börnin skemmtu sér konunglega. Fleir myndir eru á myndasíðunni.

Meira ...

Námsmaraþon 10. bekkjar

10/05/11

10. bekkur hélt á dögunum námsmaraþon og voru þau samfleytt í 16 tíma í skólanum og lærðu, með stuttum hléum þó á milli.

Krakkarnir söfnuðu áheitum og voru með því að safna sér upp í útskriftarferðina. Foreldrar og aðrir aðstandendur stóðu vaktina og sáu til þess að allir væru samviskusamlega að læra. Krakkarnir stóðu sig með stakri prýði og óhætt að segja að í mörgum tilfellum hafi maraþonið komið sér vel í vinnu við hin ýmislegu verkefni.

Á myndasíðunni hér til hliðar má sjá myndir frá námsmaraþoninu.

Meira ...

Mosfellsbær 2050 séður með augum unglingsins

09/05/11

 

Sýning er í listasal Mosfellsbæjar. Verkefnið er samstarf listgreinakennara á unglingastigi í Varmárskóla og Lágafellsskóla. Nemendur í myndmennt, textíl og heimilisfræði unnu verk sín út frá framtíðarsýn á lífi unglinga í Mosfellsbæ árið 2050.

Meira ...

4.-SK í útikennslu

09/05/11

Útieldhus_4-SK (5)Síðastliðinn þriðjudag (3.maí) fór 4. SK í blíðskaparveðri í Vin útieldhúsið.  Þar grilluðum við brauð, tíndum saman eldivið og fórum í plankaleik sem er mjög skemmtilegur og góður samvinnuleikur. Endilega kíkið á myndirnar inn á myndasíðunni, þær tala sínu máli.

 

 

 

Meira ...

5. bekkur í fjallgöngu á Lágafellið

02/05/11

5b_fjallganga_apr¡l11 (16)Krakkarnir í 5. bekk fóru í blíðviðrinu á föstudaginn í fjallgöngu á Lágafellið. Við erum að vinna sameiginlegt Comeníusarverkefni með nemendum í Svíþjóð, Þýskalandi...

Meira ...

Vekjum athygli á því sem vel er gert

28/04/11

Frá Verkefnisstjóra Íslensku menntaverðlaunanna – stigur@spar.is

Íslensku menntaverðlaunin verða afhent í sjöunda sinn núna í vor. Verðlaun þessi eru sannkölluð þjóðarverðlaun því hver og einn getur sent inn sínar tilnefningar. Við höfum flest skoðanir á því hvað sé góður kennari, frábært námsefni ellegar góður skóli.  

Meira ...

Ókeypis tannlæknaþjónusta

26/04/11

Við viljum vekja athygli á tímabundnu verkefni í sumar um ókeypis, nauðsynlegar tannlækningar barna tekjulágra foreldra/forráðamanna. Sjá nánar hér. Á vef Fjölmenningarseturs, www.mcc.is, verður fljótlega allt efni tengt verkefninu á nokkrum tungumálum.

Meira ...

Síða 9 af 12

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira