logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Útivist hjá nemendum í yngri deildinni

10/06/11

utivist_ad_vori_yd_juni11 (62)Nemendur og starfsmenn áttu skemmtilega útivistardaga í lok skólaársins. Við klifum fjöll, fórum í fjöru, óðum í fossum, vötnum og ám. Við fórum á Þingvöll, einnig í skemmtigarð og í sund.

Meira ...

Skólaslit 1. - 9.bekkjar

03/06/11

skolasli_ad_vori_11 (32) (800x450)Skólaslit 1. - 9.bekkjar fóru fram föstudaginn 3.júní. Að venju var endað með gleði úti þar sem fjölmargar stöðvar voru í gangi. Má þar nefna trommur, sápukúlur, anditsmálun, útileiki margvíslega og sápufjör hjá eldri deildinni. Dagurinn tókst vel og enduðum við með pylsuveislu.

 

Meira ...

Skólaslit 10.bekkjar

03/06/11

10b_skolaslit (13) (800x534)Miðvikudaginn 1. júní fór útskrift 10.bekkjar fram í sal eldri deildar. Þórhildur skólastýra flutti ræðu, nemendur skólans sáu um tónlistaratriði og formaður nemendafélags sagði nokkur orð. Mosfellskórinn kom og söng nokkur vel valin lög sem og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilaði nokkur lög undir stjórn Daða Þórs Einarssonar stjórnanda.

Meira ...

Unglingarnir á útivistardögunum

01/06/11

utivist (12) (800x534)Unglingarnir hafa verið duglegir á útivistardögum Varmárskóla. Tíundi bekkur fór í skólaferðalag norður í land en sjöundi, áttundi og níundi bekkur hafa látið ýmislegt til sín taka. Myndir frá þessum dögum eru á myndasíðunni undir möppunni unglingar og vordagarnir.  

Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira