logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Friðrik Dór í afmælisskapi!

25/08/17
Nemendur og starfsfólk Varmárskóla safnaðist saman fyrir utan eldri deildina og söng þar og trallaði með Friðriki Dór. Fyrst talaði Haraldur bæjarstjóri til allra og sagði frá því að öll börn í Mosfellsbæ fengju buff í hverfislitunum og óskaði bæjarbúum til hamingju með 30 ára afmælið. Friðrik Dór hélt svo uppi gríðarlega góðri stemmingu og krakkarnir tóku vel undir. Hér eru myndir.
Meira ...

Skólakstur-endurskoðun á tímatöflu.

24/08/17
Við viljum þakka ykkur fyrir gagnlegar ábendingarnar sem okkur hafa borist varðandi skólaaksturinn. Verið er að endurskoða tímatöflur eftir akstur dagsins. Ný tímatafla verður send fyrir mánudag þar sem meðal annars er horft til þess að seinka akstri örlítið að morgni í Reykjahverfið og Mosfellsdalinn Vinsamlegast hafið skilning á því að tímataflan verður óbreytt á morgun föstudag.
Meira ...

Símkerfi skólans er komið í lag!

24/08/17
Símkerfið okkar er komið í lag núna eftir bilun morgunsins
Meira ...

Skólasetning Varmárskóla

16/08/17
Varmárskóli verður settur þann 23. ágúst. Fyrsti bekkur verður boðaður i viðtöl hjá umsjónarkennurum. Skólasetningar verða sem hér segir:
Meira ...

Gagnalistar - breytt fyrirkomulag í Mosfellsbæ

14/08/17
Bæjarráð hefur samþykkt að frá og með hausti 2017 verði öllum börnum í grunnskólum Mosfellsbæjar veittur hluti nauðsynlegra námsgagna þeim að kostnaðarlausu (s.s. ritföng, reikningsbækur, stílabækur, límstifti, skæri, plast/teygjumöppur og einfaldir vasareiknar). Mosfellsbær tók þátt í örútboði á vegum Ríkiskaupa og skilað það mjög hagstæðum verðum á námsgögnum. Námsögn verða afhent nemendum í upphafi skólaárs. Til að hlúa að umhverfinu okkar og fara vel með sameiginlega sjóði sveitarfélagsins þá biðjum við ykkur um að leggja okkur lið og athuga hvaða námsgögn eru til á heimilinu frá fyrri árum. Börnin eru beðin um að koma með í skólann þau gögn sem hægt er nýta áfram (s.s möppur, pappír, stílabækur/reiknisbækur, plastvasa og fleira). Það sem upp á vantar af námsgögnum mun skólinn bæta við. Ritföng sem þegar eru til er ágætt að eiga heimavið.
Meira ...

Laus störf við Varmárskóla 2017-2018

12/08/17
Við Varmárskóla óskast: Umsjónarkennari í 5.bekk Skólaliðar - vinnutími 8-16, eða samkvæmt samkomulagi Skólaliði með ræstingu, 50% starf eftir skólatíma Stuðningsfulltrúar Frístundaleiðbeinendur
Meira ...

Ertu að flytja í Mosfellsbæ? Ertu búin að skrá barnið í skóla?

11/08/17
Við minnum á að allar skráningar í skóla fara fram í gegnum íbúagáttina. Þar eru börn skráð í skóla, mötuneyti og frístundasel.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira