logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Má láta sér leiðast? Opið hús Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

30/11/16
Í kvöld 30. nóvember kl. 20-21 verður opið hús Skólaskrifstofunnar í Listasal Mosfellsbæjar og að þessu sinni er umræðuefnið: Má láta sér leiðast?
Meira ...

Ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar

22/11/16
Ljósin verða tendruð á jólatré Mosfellsbæjar laugardaginn 26. nóvember kl. 16:00 á Miðbæjartorginu.
Meira ...

Tónleikar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar

21/11/16Tónleikar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar hélt tónleika fyrir nemendur 3. og 4. bekkjar á dögunum. Spiluðu mörg skemmtileg lög og sérstaklega kvikmyndatónlist sem er í sérstöku uppáhaldi hjá þeim. Myndir
Meira ...

Dagur íslenskrar tungu

21/11/16Dagur íslenskrar tungu
Nemendur yngri deildar og Brúarlands komu saman í tilefni dags íslenskrar tungu. Bekkirnir voru allir með atriði og síðan var sungið saman. Þar voru ljóð Jónasar Hallgrímssonar að sjálfsögðu fremst í flokki. Nokkrar myndir eru á myndasíðu.
Meira ...

Bangsa- og náttfatadagur hjá 4. bekk.

17/11/16Bangsa- og náttfatadagur hjá 4. bekk.
Föstudaginn 4. nóvember var bangsa- og náttfatadagur hjá 4. bekk, í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum sem var 27. október. Það komu margir gestir (bangsar) í heimsókn, bæði stórir og smáir. Þeir voru prúðir og stilltir. Börnin skrifuðu bangsasögu. Bangsadagurinn gekk mjög vel og allir skemmtu sér vel.
Meira ...

Jól í skókassa

14/11/16
7. TH tók þátt í verkefninu jól í skókassa sem að KFUM og K stendur fyrir (http://kfum.is/skokassar/) og bjuggu til gjafir handa fátækum börnum í Úkraínu. Það var gaman að sjá gleðina og áhuga hjá þeim að safna saman í kassann sinn og margir skrifuðu bréf með og sumir sendu mynd af sér. Myndir eru á myndasíðu.
Meira ...

Fjölmiðlahópur á þemadögum

08/11/16
Á þemadögum Varmárskóla verður starfandi fjölmiðlahópur í eldri deild sem ætlar að skrifa fréttir af því sem er að gerast á þessum dögum. Flestar fréttirnar munu birtast inn á Facebook síðunni okkar -Varmárskóli. Endilega fylgist með þeim næstu daga.
Meira ...

Bræðrabikarinn til Varmárskóla

04/11/16Bræðrabikarinn til Varmárskóla
Í skólahlaupi UMSK er keppt um Bræðrabikarinn en þann bikar hlýtur sá skóli sem kemur með hlutfallslega flesta nemendur í hlaupið. Að þessu sinni var það Varmárskóli sem hlaut hann en 91% nemenda skólans í 4.-7. bekk tóku þátt í hlaupinu. Af því tilefni kom Valdimar Leó Friðriksson formaður UMSK til okkar og afhenti bikarinn. Myndir eru á myndasíðu. Til hamingju Varmárskóli!
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira