logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Ný heimasíða hjá Varmárskóla

28/10/15Ný heimasíða hjá Varmárskóla
Í dag fer í loftið ný heimasíða fyrir Varmárskóla. Talsverðar breytingar eru á útliti síðunnar og efnisflokkun. Breytingarnar eru gerðar með þarfir notenda í huga og með það fyrir augum að hún sé fyrst og fremst upplýsingaveita um það starf sem fram fer í Varmárskóla. Breytingarnar á útlitinu eru gerðar í samræmi við það sem tíðkast í ört breytilegu umhverfi í vef- og tæknimálum og síðan er "skalanleg" þ.e. hún er hönnuð með það í huga að auðvelt sé að nota hana í snjalltækjum.
Meira ...

Kennum umferðarreglurnar á netinu - fyrsta opna hús Skólaskrifstofu

26/10/15Kennum umferðarreglurnar á netinu - fyrsta opna hús Skólaskrifstofu
Þá er komið að fyrsta opna húsi vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar sem verður haldið miðvikudaginn 28. október klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar. Á þessu fyrsta opna húsi vetrarins ætlar Hermann Jónsson að fjalla um umferðarreglurnar á netinu. Eins og fram hefur komið, er á opnum húsum lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga.
Meira ...

Hollari haframjölskúlur-uppskrift

13/10/15Hollari haframjölskúlur-uppskrift
Hér er uppskrift af hollari haframjölskúlum sem slógu í gegn á þemadögunum. Góðar haframjölskúlur sem börnin geta bakað. Á síðunni www.eldumsaman.is er að finna fræðandi kennslumyndbönd sem börn geta nýtt sér við matreiðslu og bakstur.
Meira ...

Takk fyrir frábæra þemadaga!

13/10/15Takk fyrir frábæra þemadaga!
Það verður að segjast eins og er að þemadagarnir í Varmárskóla þar sem öllum nemendum í 1.- 10. bekk var blandað saman í hópa tókst frábærlega. Elstu nemendur voru hópstjórar og þeir eiga heiður skilið hversu vel tókst til. Elstu krakkarnir okkar voru ótrúlega þolinmóðir, ábyrgðarfullir og jákvæðir í flestum tilvikum. Takk fyrir þetta krakkar.
Meira ...

Þemadagar 7. - 10. október í Varmárskóla

07/10/15Þemadagar 7. - 10. október í Varmárskóla
Dagana 7. - 10. október verða þemadagar í Varmárskóla hjá 1. - 10. bekk. Við vekjum athygli foreldra á að skóladeginum lýkur kl. 13:10 þessa daga og leggjum áherslu á að nemendur komi klæddir eftir veðri. Yfirskrift þemadagana er Heilbrigði og velferð. En heilbrigði og velferð er einn af fimm grunnþáttum menntunar og Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag.
Meira ...

Vinaliðaverkefnið komið af stað í Varmárskóla

06/10/15Vinaliðaverkefnið komið af stað í Varmárskóla
Vinaliðaverkefnið er norskt að uppruna, það hefur á fáum árum náð mikilli útbreiðslu og er nú starfrækt í yfir 1000 skólum í Noregi. Vinaliðaverkefnið gengur út á það að hvetja nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu í frímínútunum og skapa betri skólaanda. Við byrjuðum með 4. -6. bekk en svo er gert ráð fyrir að nemendur í 7.-10. bekk taki þátt í þróun Vinaliðaverkefnis í eldri deild. Aðal markmiðið með þessu verkefni er að bjóða öllum nemendum skólans fjölbreyttara úrval afþreyingar í löngu frímínútum, þannig að bæði yngri og eldri nemendur skólans finni eitthvað við sitt hæfi. Markmið okkar er að allir nemendur skólans hlakki til að mæta í skólann sinn, alla daga.
Meira ...

Starfsfólk í frístundasel óskast við Varmárskóla

01/10/15Starfsfólk í frístundasel óskast við Varmárskóla
Starfsfólk óskast í frístundasel Varmárskóla. Um er að ræða vinnutíma frá kl. 13:00-16:00 alla daga eða hluta. Skilyrði er að viðkomandi hafi ánægju á að vinna með börnum og tilbúin/n til að takast á við fjölbreytt verkefni í frístundastarfinu. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Hilmarsdóttir forstöðumaður Frístundaselsins í síma 693-6721 eða í gegnum tölvupóst: gudrunhilmars@varmarskoli.is.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira