logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Gleðileg jól

20/12/19
Sendum ykkur innilegar jóla- og nýárskveðjur og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Á nýju ári mætir starfsfólk til vinnu föstudaginn 3. janúar, en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 6. janúar.
Meira ...

Jólahurðir

18/12/19Jólahurðir
Sú hefð hefur skapast í Varmárskóla í desember að nemendur skreyta hurðina á umsjónarstofum sínum. Óhætt er að segja að sjaldan hefur verið jafn mikið lagt í skreytingarnar eins og þetta skólaárið. Að venju var skipuð dómnefnd til að skera úr um hvaða hurðir báru af þetta árið.
Meira ...

Ljósaganga 3.BI og 3.KP

12/12/19Ljósaganga 3.BI og 3.KP
3.BI og 3.KP fóru í ljósagöngu í Vin í morgun í yndislegu veðri. Þar voru sagðar draugasögur, sungin jólalög, kakó hitað yfir opnum eldi og smákökur borðaðar. Á myndinni er verið að ylja sér við eldinn og bíða eftir að kakóið verði nógu heitt.
Meira ...

Varðandi yfirvofandi óveðurs í dag

10/12/19
Skóladegi allra nemenda (bæði yngri- og eldri deildar) lýkur kl 13:30. Skólabílar fara heim kl 13:30. Frístund lokar kl 15:00 og foreldrar verða vera búnir að sækja börnin fyrir þann tíma. Tilmæli Almannavarna eru að fólk ætti ekki að vera á ferli eftir kl. 15:00 nema brýn nauðsyn beri til.
Meira ...

Allir heim fyrir kl. 15 þriðjudaginn 10. desember

09/12/19
Í Mosfellsbæ mun skóla-, frístunda og félagsmiðstöðvastarf raskast frá hádegi á morgun, þriðjudaginn 10. desember vegna óveðurs sem spáð er að gangi yfir höfuðborgarsvæðið. Enginn ætti að vera á ferli eftir klukkan 15 á morgun nema brýn nauðsyn beri til.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira