logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Skólahreysti

16/03/15Skólahreysti
Þann 5. mars tók Varmárskóli þátt í skólahreysti. Að venju var Varmárskóli með níu grunnskólum í undankeppni frá Kópavogi, Álftanesi og Kjalarnesi. Það má með sanni segja að keppendur ásamt stuðningsmönnum hafi verið skólanum og Mosfellsbæ til sóma í Mýrinni en Varmárskóli átti nánast stemmninguna og voru rauðir og litríkir. Keppendurnir okkar sem tóku þátt að þessu sinni voru : Guðlaug Bergmann Sigfúsdóttir (hraðabraut), Nói Hrafn Atlason (hraðabraut), Emilía Núr Magnúsdóttir (armbeygjur og hreystigreip) Guðbjörn Smári Birgisson (upphýfingar og dýfur), Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (varamaður), Aron Kári Ágústsson (varamaður)
Meira ...

Safnaferð 8. bekkjar á þemadegi

13/03/15Safnaferð 8. bekkjar á þemadegi
Miðvikudaginn 11. mars fóru nemendur í 8. bekk í safnaferð í miðborg Reykjavíkur. Farið var með rútu niður í bæ og heimsóttu allir nemendurnir bæði Landnámssafnið og Ljósmyndasafn Reykjavíkur og fengu leiðsögn í gegnum söfnin. Einnig var farið í Hallgrímskirkju og m.a. farið upp í turninn og horft yfir borgina. Dagurinn endaði svo með strætóferð heim. Á myndasíðunni má sjá hluta hópsins í ferðinni.
Meira ...

Íþróttadagur í eldri deild

13/03/15Íþróttadagur í eldri deild
Fimmtudaginn 12. mars var árlegur íþróttadagur haldinn í eldri deilinni. Skemmti starfsfólk og nemendur sér við hina ýmsu leiki í íþróttahúsinu undir dyggri stjórn Siggeirs og Kristínar. Til gamans má geta að nokkrir kennaranemar tóku virkan þátt í dagskránni. Til dæmis um það sem gert var má nefna árlegt reipitog á milli árganga og var það 8. bekkur sem sigraði, en sami árgangur sigraði á síðasta ári. Einnig var farið í óvenjulegt boðhlaup þar sem þátttakendur þurftu að leysa ýmsar þrautir, kúlubolta á milli kennara og nemenda, fótbolta, handbolta, sápuboðhlaup og vatnsblöðrukast. Á myndasíðunni má sjá myndir frá íþróttadeginum.
Meira ...

Árshátíð 8.-10. bekkjar

13/03/15Árshátíð 8.-10. bekkjar
Fimmtudaginn 12. mars var hin árlega árshátíð 8.-10. bekkjar haldin í skólanum. Nemendur mættu prúðbúnir og starfsfólk skólans sá um að taka á móti þeim, elda veislumat undir stjórn Hansa kokks og þjóna til borðs. Veislustjórar voru þau Júlíana og Óðinn í 10. HK. Auk þess flutti Júlíana ræðu fyrir hönd nemendafélagsins.
Meira ...

Lestarátak Ævars vísindamanns

13/03/15Lestarátak Ævars vísindamanns
Undanfarna mánuði tók Varmárskóli þátt í Lestrarátaki Ævars vísindamanns en átakið var ætlað nemendum í 1.-7. bekk. Þátttaka skólans var liður í að auka lestur nemenda og vekja áhuga á lestri. Í byrjun mars sendi skólinn fullan kassa af lestrarmiðum til Heimilis og skóla sem aðstoðaði Ævar við keppnina. Auk þess héldum við okkar eigin keppni innan skólans og hlaut 2.SAH verðlaun fyrir að hafa lesið flestar bækur á meðan á átakinu stóð. 2.ÞF fékk verðlaun fyrir best unna lestrarkassann. Auk þessa fengu allir nemendur sem tóku þátt í átakinu sérstaka viðurkenningu frá skólanum.
Meira ...

Nýtt tölublað Varmártíðinda komin út

12/03/15Nýtt tölublað Varmártíðinda komin út
Fjórða tölublað Varmártíðinda var að koma út. Þar má lesa um það sem áhugavert hefur verið að gerast í Varmárskóla að undanförnu. Fréttablöðin má nálgast á forsíðunni undir hnappnum Fréttabréf.
Meira ...

Kroppurinn er kraftaverk - opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

27/02/15Kroppurinn er kraftaverk - opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar
Fjórða opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 04. mars klukkan 20:00 í Listasal Mosfellsbæjar. Eins og fram hefur komið, verður í vetur lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. Ráð sem foreldrar, systkin, ömmur og afar, þjálfarar, kennarar og allir þeir sem koma að uppvexti barna og unglinga geta nýtt sér. Að þessu sinni fjallar Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og höfundur bókarinnar Kroppurinn er kraftaverk um líkamsvirðingu meðal barna og unglinga. Sjá nánar um opna húsið hér.
Meira ...

Þriðja sætið hjá Varmárskóla í flokki stærstu grunnskóla landsins

27/02/15Þriðja sætið hjá Varmárskóla í flokki stærstu grunnskóla landsins
Varmárskóli er heilsueflandi skóli og tók þátt í Lífshlaupinu. Umsjónarkennarar sáu um að skrá hreyfingu bekkja sinna og nemendur skráðu hreyfingu sína á viðeigandi blað hjá umsjónarkennara. Í ár lentum við í 3. sæti í flokknum 500 nemendur og fleiri. Fulltrúar úr tveimur efstum bekkjum Varmárskóla fóru og tóku við viðurkenningu fyrir hönd nemenda skólans. Það eru Viktor Torfi Strange í 5-KMH og Björk Ragnarsdóttir í 7-SG. Glæsilegur árangur hjá nemendum Varmárskóla!
Meira ...

Öskudagur í yngri deild

18/02/15Öskudagur í yngri deild
Mikið líf og fjör var hjá okkur í dag og alls kyns kynjaverur á sveimi um ganga skólans. Kötturinn var sleginn úr tunnunni í íþróttahúsi, diskótek í sal og svo karokekeppni hjá 6. bekk. Þar hrepptu 1. sætið Dalía og Kristín í 6. EJú, í öðru sæti voru Kolbrún í 6. AJ ásamt Lovísu og Júlíu 6.GA. Eva María var svo í 3. sæti. Í hádegismat voru svo pizzur sem runnu ljúft niður og í lok skóldags fengu nemendur svo glaðning frá foreldrafélaginu. Hér má sjá myndir frá deginum.
Meira ...

Vetrarfrí Varmárskóla

17/02/15
Dagana 19. og 20. febrúar nk. er vetrarfrí hér hjá okkur í Varmárskóla. Skóli hefst svo að nýju mánudaginn 23. febrúar samkvæmt stundaskrá.
Meira ...

Síða 7 af 8

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira