logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Dótadagur hjá 4. ÁH

11/10/16Dótadagur hjá 4. ÁH
Þann 7. október var dótadagur hjá 4 ÁH. Börnin skemmtu sér konunglega við spilamennsku, léku sér með rafmagnsbíla og margt fleira. Myndir má finna á myndasíðunni.
Meira ...

Ungt fólk - Kynningarfundir fyrir foreldra

10/10/16Ungt fólk - Kynningarfundir fyrir foreldra
Kynningafundir á niðurstöðum könnunar sem Rannsókn og greining gerði á lýðheilsu nemenda úr 8. - 10. bekk og fram fór í grunnskólunum á vorönn 2016. Kynningin er ætluð foreldum barna í 5.-10. bekk svo og öðrum áhugasömum um lýðheilsu ungs fólks í Mosfellsbæ. Fundurinn hefst kl. 08:15 og stendur í eina klukkustund. Í boði verður kaffi og rúnstykki frá kl. 08:00 Hvetjum foreldra eindregið til að mæta. Fundirnir verða í Varmárskóla fimmtudaginn 13. október kl. 8:15 og í Lágafellsskóla föstudaginn 14. október kl. 8:15.
Meira ...

Uppskera 3. bekkja

29/09/16Uppskera 3. bekkja
Krakkarnir í 3. bekk voru að vonum glaðir þegar þeir fóru í kartöflugarðinn sinn. Uppskera þeirra var mjög fín þetta haustið og fóru þeir sælir aftur í skólann þar sem þeir gæddu sér á kartöflum sínum með smjöri og salti. Myndir eru á myndasíðu.
Meira ...

Fræðsluerindi fyrir 1. bekkja foreldra

26/09/16
Þriðjudaginn 27. september verður fræðslufundur fyrir foreldra nemenda í 1. bekk. Fundurinn verður frá 17.00-19.00 og verður boðið upp á tvo frábæra fyrirlestra. Annarsvegar er það Andrea Anna læsisráðgjafi hjá Menntamálastofnun sem verður með fyrirlestur er nefnist "Barnið mitt, barnið okkar. Samvinna er lykill að velferð þess". Hinsvegar er það Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem ætlar að ræða um samskipti, samvinnu og forvarnir gegn einelti.
Meira ...

Starfsdagur mánudaginn 26. september 2016

23/09/16
Eins og fram kemur í skóladagatali er starfsdagur mánudaginn 26. september 2016. Nemendur eru í fríi þann dag. Frístundasel er opið frá kl. 13:00 fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.
Meira ...

Barbapabbi og fleiri fígúrur í 1. bekk.

22/09/16Barbapabbi og fleiri fígúrur í 1. bekk.
Krummahópur í 1. bekk er nú í myndmennt. Í vikunni máluðu þau barbapabba og fleiri fígúrur. Myndir af þessum dugnaðarforkum má sjá á myndasíðunni.
Meira ...

Varmárskóli fær Grænfánann í þriðja skiptið!

16/09/16Varmárskóli fær Grænfánann í þriðja skiptið!
Á degi íslenskrar náttúru 16. september 2016 fékk Varmárskóli afhentan Grænfánann í þriðja sinn. Nemendur söfnuðust úti við flaggstangir skólans, tóku á móti Grænfánanum og fögnuðu ásamt starfsfólki skólans.
Meira ...

Skólahlaup UMSK

16/09/16
Hið árlega skólahlaup UMSK var haldið á Varmárvelli í dag. Nemendur í 4. -7. bekk úr skólum af sambandssvæði UMSK tóku þátt og tókst hlaupið með ágætum.
Meira ...

Skólasetning Varmárskóla og Brúarlands

10/08/16
Skólasetning verður þriðjudaginn 23. ágúst með eftirfarandi hætti: Brúarland - nemendur verða boðaðir í viðtal með forráðamönnum, tímasetningar verða sendar út. Varmárskóli 1. bekkur verður boðaður i viðtöl hjá umsjónarkennurum 2. bekkur kl. 09:00 í hátíðarsal yngri deildar 3. bekkur kl. 09:30 í hátíðarsal yngri deildar 4. bekkur kl. 10:00 í hátíðarsal yngri deildar 5. bekkur kl. 11:00 í hátíðarsal yngri deildar 6. bekkur kl. 11:30 í hátíðarsal yngri deildar 7. bekkur kl. 12:00 á sal eldri deildar 8. bekkur kl. 10:00 á sal eldri deildar 9. bekkur kl. 10:30 á sal eldri deildar 10. bekkur kl.11:00 á sal eldri deildar
Meira ...

Mötuneyti Varmárskóla

10/08/16
Foreldrar/forráðamenn athugið. Mikilvægt er að sækja um mötuneyti við Varmárskóla sem fyrst. Sé óskað eftir að nemendur verði í mötuneyti og/eða ávaxtabita í vetur skal sækja um fyrir 1. september. Umsóknir sem berast eftir það, munu taka í gildi 1. október. Aðrar breytingar sem gerðar verða í vetur þurfa að berast fyrir 20. hvers mánaðar til að taka í gildi mánuðinn á eftir. Allar umsóknir og síðari breytingar á umsóknum fara í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar.
Meira ...

Síða 3 af 8

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira