logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Útskrift 10.bekkja

08/06/18Útskrift 10.bekkja
Útskrift 10. bekkjar fór fram við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 7. júní. Útskrifaðir voru 90 nemendur úr fjórum bekkjadeildum. Nokkrir nemendur hlutu viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur auk þess sem kór skólans söng og Agla Þórarinsdóttir, nemandi í 10. bekk, lék á píanó. Starfsfólk Varmárskóla óskar útskriftarnemum innilega til hamingju með áfangann. Við þökkum þeim ánægjuleg kynni á liðnum árum og óskum þeim bjartrar framtíðar.
Meira ...

Útivistardagar og skólaslit

04/06/18
Þessa vikuna verða útivistardagar frá 5. - 7. júní 2018. Tíundi bekkurinn fór í lokaferðalagið sitt mánudaginn 4. júní og koma til baka seinnipartinn 6.júní. Skóla lýkur hjá 1. - 9.bekk kl. 13:00 þessa útivistardaga og fer skólabíllinn kl. 13:10. Útskrift hjá 10. bekk fer fram fimmtudaginn 7. júní kl. 17:30 í sal eldri deildar. Skólaslit hjá 1. - 9.bekk verður föstudaginn 8. júní og þau fara fram í íþróttahúsinu en svo fara bekkir í heimastofur að athöfn lokinni, fá vitnisburð athentan og kveðja umsjónarkennara og bekkjarfélaga. Enginn rútuakstur er þennan dag. 4. - 6. bekkur klukkan 10:00 7. - 9. bekkur klukkan 11:00 1.-3. bekkur klukkan 12:00
Meira ...

Opið hús í Brúarlandi 7. júní- ertu að hugsa um að skrá barnið þitt í nýja Helgafellsskóla?

01/06/18Opið hús í Brúarlandi 7. júní- ertu að hugsa um að skrá barnið þitt í nýja Helgafellsskóla?
Fimmtudaginn 7. júní frá kl. 15:00-18:00 verður opið hús í Brúarlandi. Þar munu stjórnendur sitja við svörum og sýna húsnæðið. Mikið er um flutninga í nýtt Helgafellshverfi. Margir eru að velta fyrir sér að færa barnið sitt yfir í nýja skólann. Við hvetjum fólk til að koma og hitta okkur. Brúarland/Helgafellsskóli verður næsta haust með nemendur í 1. - 5.bekk. Síðan mun á ári hverju bætast við nýr bekkur þar til skólinn er kominn með 10.bekk.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira