logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Ný frétt kl. 14:40 frá Almannavörnum

06/03/13

Starfsmenn vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar vinna hörðum höndum að því að hreinsa stofnæðar á höfuðborgarsvæðinu og samhliða því götur í íbúahverfi.  Víkurvegur er nú orðinn fær og Reykjanesbraut til og frá Hafnarfirði sömuleiðis.  Reykjanesbraut er þó flughál og ekki verður hægt að koma því við að sanda eða salta hana fyrr en veður lægir.

Mikil umferðarteppa er á Vesturlandsvegi við Bauhaus.

Björgunarsveitir vinna ötullega við að aðstoða fólk á stofnæðum og munu sinna fólki í íbúahverfum þegar færi gefst.  Heilbrigðisstarfsfólk verður aðstoðað við að komast til vinnu við vaktaskipti nú í eftirmiðdaginn.

 Send verður tilkynning til skólayfirvalda og foreldra uppúr klukkan þrjú um það hvenær þeir megi sækja börn sín í skólana.  Þegar hefur foreldrum barna í skólum vestan Kringlumýrarbrautar verið tilkynnt að þeir megi sækja börnin ef þeir hafa góð tök á því.

Meira ...

Áríðandi tilkynning til foreldra

06/03/13

Áríðandi tilkynning til foreldra skólabarna og starfsmanna skóla á höfuðborgarsvæðinu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og almannavörnum.

"Börnin ykkar eru örugg í skólunum.  Vinsamlegast reynið ekki að komast á bílum til þess að sækja þau fyrr en lögregla hefur gefið út tilkynningu þar að lútandi.
Allir björgunaraðilar á svæðinu eru á ferðinni og einkabílar í umferðinni eru til mikilla trafala."

Varmárskóli sendir nýjan tölvupóst til foreldra og setur frétt á heimasíðu  þegar lögregla hefur sent frá sér tilkynningu. Frístundasel skólans er opið í dag en verður í skólanum (ekki í selunum).

Rútur fara ekki í Mosfellsdal eða í Leirvogstungu. Rútur fara í Byggðirnar en foreldrar þurfa að láta vita ef þeir vilja EKKI að börnin þeirra taki rútu. Athugið að börnin þurfa að ganga vegspotta frá rútum að heimili.

Gott er ef foreldrar geta sameinast um að sækja börn í skólann til að létta á álagi en ekki er ráðlegt fyrir fólk að koma úr bænum þar sem allt er stopp á leið upp í Mosfellsbæ.


Meira ...

Óveður

06/03/13

Vont veður er nú í Mosfellsbæ og mjög blint og þungfært. Foreldrum er bent á að kynna sér viðbragðsáætlun vegna röskunar á skólastarfi sökum óveðurs, hana má finna með því að smella hér íslenskapólskaenskaspænska og tælenska.

Meira ...

Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar skólaárið 2013 - 2014

04/03/13

moslitInnritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2013-14 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Frá 08. mars til 20. mars er innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2013  og skulu nemendur sækja grunnskóla eftir búsetu (sjá nánar reglur um skiptingu skólasvæða á vef Mosfellsbæjar www.mos.is).

Meira ...

Fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála

04/03/13

ekki_meirFimmtudaginn 7.mars 2013 kl.19:30-21:00 verðurfræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála í sal yngri deildar Varmárskóla.

 

Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur bókarinnar EKKI MEIR. Bókin er leiðavísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn.

 

Það  sem Kolbrún fjallar um er:

  • Staðarmenning og starfsfólkið
  • Forvarnir gegn einelti á vinnustöðum, skólum og í félögum
  • Birtingarmyndir eineltis
  • Þolandinn/gerandinn, aðstæður og persónueinkenni
  • Afleiðingar eineltis á sjálfsmyndina
  • Viðbrögð við kvörtunum um einelti, vinnsla málsins frá tilkynningu til málaloka
  • Helstu mistök í eineltismálum

Á erindinu er Aðgerðaráætlun Æskulýðsvettvangsins gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun dreift sem og eineltis veggspjaldi. Á erindinu er jafnframt hægt að nálgast bókina EKKI MEIR á kostnaðarverði.

 

Léttar kaffiveitingar í boði

Allir velkomnir

 

Æskulýðsvettvangurinn

Meira ...

Öskudagurinn hjá unglingadeild Varmárskóla

27/02/13

Nemendur í unglingadeild Varmárskóla héldu öskudaginn hátíðlegan og mættu skrautleg í skólann. Hér má sjá myndir af krökkunum - myndasíða - Öskudagur - unglingar.

Meira ...

Norðurlandakvöld sjöttu bekkinga

25/02/13

6b_nordurlandakvold (66) (800x600)Dagana 18.-20.febrúar buðu nemendur 6.GA, 6.ÁGM og 6.HG foreldrum/ættingjum á kynningu á Norðurlöndunum. Þau eru búin að læra ýmislegt um Norðurlöndin frá því í október. Þau bjuggu til glærukynningu og gerðu veggspjöld. Dönsuðu færeyskan hringdans sem þau lærðu hjá Svanhildi danskennara og sundu undir "Á Sprengisandi". Einnig höfðu þau eldað ýmsan mat frá löndunum í tímum hjá Guðrúnu Sig heimilisfræðikennara. Það voru því glæsilegirnorrænir réttir sem þau buðu svo gestum sínum í lok sýningar. Nemendur mega vera stolt af verkum sínum og framkomu.

Myndir frá boðunum eru á myndasíðu: 6b-Norðurlandakynning

 

Meira ...

Áhugaverð eðlisvísindasýning í miðrými Smáralindar

25/02/13

Dagana 21. febrúar - 6. mars er áhugaverð eðlisvísinda sýning í miðrými Smáralindar. Þetta er þýsk sýning sem fer um heiminn til að vekja áhuga almennings á heimi eðlisvísinda.

 

Kíkið á sýninguna og uppgötvið ótrúleg og heillandi heim eðlisvísinda.

Meira ...

Opið hús HJÁ SKÓLASKRIFSTOFU - Sjálfbærni, ákall um ábyrgð og áhuga

22/02/13

Opið húsÁ Opnu húsi Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar miðvikudaginn 27. febrúar verður sjónum beint að sjálfbærni. Í nýjum aðalnámskrám leik- og grunnskóla er horft til 6 grunnþátta í skólastarfi sem eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.

Meira ...

Skólaþing i Varmárskóla

21/02/13

Skólaráð og foreldrafélag Varmárskóla standa fyrir skólaþingi fimmtudaginn 21.febrúar kl. 20:00-21:30 í sal eldri deildar Varmárskóla.

Foreldrar, starfsfólk og velunnarar skólans eru hvattir til að koma og taka þátt í umræðu um skólamál.

 

Dagskrá:

 

Fundarstjóri: Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

 

Kynning á skólaráði – hvert er hlutverk þess og verkefni? – Þórhildur Elfarsdóttir skólastjóri ásamt skólaráði

Olweus – Stefanía Ósk verkefnisstjóri Olweusar kynnir fyrstu niðurstöður Olweusar könnunar frá nóv 2012  

Skólapúlsinn – Þóranna R. Ólafsdóttir skólastjóri fer yfir niðurstöður Skólapúlsins með samanburði á milli ára – hvað felst í Skólapúlsinum?

Nemendaráð – Fulltrúar nemendaráðs kynna hvert þeirra hlutverk er í skólasamfélaginu

Nýtt deiliskipulag um „drop off“ (bílastæði og aðkomu)  við Varmárskóla – Þráinn Hauksson landslagsarkitekt og Elías Pétursson formaður skipulagsnefndar kynna

 Afturelding – fulltrúi frá Aftureldingu kemur og fjallar um íþróttaiðkun barna

 Val í eldri deild - Óðinn Pétur Vigfússon

Eftir erindin verður kaffispjall og verða eftirfarandi aðilar til staðar til að svara spurningum og ræða málin við fundargesti á mismunandi borðum:

 

  • Skólaráð
  • Nemendaráð
  • Foreldrafélag
  • Námsráðgjafi
  • Afturelding

 

Hvetjum alla áhugasama að koma og taka þátt í samræðum um skólamál

Meira ...

Síða 61 af 86

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira