logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin í 7.bekk - Lið Varmárskóla valið

15/02/13

Upplestrarkeppnin7.feb13 005 (800x533)Fimmtudaginn 7. febrúar voru fulltrúar Varmárskóla í Stóru upplestrarkeppnina 2013 valdir. Nemendur í 7. bekk hafa frá því í nóvember allir æft upplestur í íslenskutímum undir leiðsögn kennara sinna. Tólf nemendur sem áður höfðu verið valdir fulltrúar sinna íslenskuhópa lásu bæði sögu og ljóð í hátíðarsalnum. Dómarar voru Guðlaug Guðsteinsdóttir, Guðrún Esther Árnadóttir og Birgir D.Sveinsson.

 

Fulltrúar okkar í keppninni á móti Lágafellsskóla sem haldin verður þann 7. mars verða:

 

Agnes Emma 7.GÓG

Amanda Lind 7. FFE

Anna Pálína 7. FFE

Robert David 7. FFE

Aníta Hulda 7. FFE

 

Til vara er Guðmundur Árni 7. GÓG

 

Þessir nemendur munu æfa sig í upplestri hjá Gunnhildi Sigurðardóttur kennara fram að lokakeppninni. Sjá myndasíðu - Upplestrarkeppni - forval 7b

Meira ...

Öskudagur í Varmárskóla

13/02/13

oskudagur1 (14) (800x600)Öskudagurinn í Varmárskóla var að venju skrautlegur og skemmtilegur. Nemendur og starfsfólk mættu flestir í búningum í skólann. Nemendur í 5. og 6. bekk voru með karíoke, sjöundi til tíundi bekkur fór í kónga og skemmti sér á sal, kötturinn var sleginn úr tunnunni hjá nemendum 1.-6.bekkja sem og dúndrandi diskó var yfir daginn. Myndir frá deginum má sjá á myndasíðunni - öskudagur.

Meira ...

Heimsókn í Vísindasmiðju Háskóla Íslands

11/02/13

visindasmidja (2) (800x600)Fimmtudaginn 7.febrúar fór 4. SBJ ásamt nemendum í Varmárstofu í heimsókn í Vísindasmiðju Háskóla Íslands í Háskólabíói. Nemendur fengu fræðslu um sólkerfið og fengu að horfa á og taka þátt í ýmsum eðlisfræðitilraunum. Þau fengu að sjá ýmsa ferla pendúla, skoða sig sjálf í ýmsum gerðum spegla og sjá hvernig rafmagn verður til og mismunandi notkun þess. Þetta var skemmtileg og áhugaverð ferð og krakkarnir stóðu sig vel. Við hvetjum alla til að kynna sér Vísindasmiðju HÍ. Sjá fleiri myndir á myndasíðunni - Vísindaferð

Meira ...

Börnin í 1-EDJ að vinna í verkefnabókinni sinni.

05/02/13

1-EDJ_verkefnabok (6) (800x600)Þann 24. og 25. janúar síðastliðinn fengu börnin í 1.-EDJ að fara í Vinaleið hjá Þórdísi Ásgeirsdóttur. Þar læra börnin að tefla og má sjá árangurinn í verkefna-og úrklippubókinni. Sum teiknuðu mynd af taflborðinu á meðan aðrir teiknuðu mynd af taflmönnunum eins og til dæmis drottningunni. Sjá myndir á myndasíðu - 1-EDJ verkefnabók.

Meira ...

Góð gjöf frá Björgunarsveitinni Kili

10/01/13

oryggisglerauguUm áramótin gaf Björgunarsveitin Kjölur á Kjalarnesi Varmárskóla bekkjarsett af hlífðargleraugum til að nota í eðlisfræði í unglingadeild. Um er að ræða vönduð hlífðargleraugu sem falla vel að andliti nemenda en eitt af þeim atriðum sem farið er yfir í eðlisfræði er öryggi í mismunandi kringumstæðum lífsins. Björgunarsveitinni er þakkað fyrir góða gjöf sem mun koma sér vel á komandi tímum.

Meira ...

Skóli hefst aftur hjá nemendum 7.janúar 2013

03/01/13

Gleðilegt ár.

Skóli hefst að nýju eftir jólafrí 7.janúar 2013.

 

Meira ...

Litlu jólin í Varmárskóla yngri deild

20/12/12

jolaball_yngri_deild (41) (800x600)Litlu jólin í yngri deild Varmárskóla voru haldin 20.desember. Börn og starfsfólk mættu prúðbúið og áttu saman góða stund. Nemendur fimmtu bekkja sáu um helgileikinn, verðlaunahafar í jólasögukeppni 6.bekkja lásu jólasöguna sína, skólakórinn söng nokkur lög og nemendur þriðju bekkja spiluðu á blokkflautur. Að lokum dönsuðu allir í kringum jólatréð með tveimur kampakátum jólasveinum. Nemendur áttu einnig góða stund með bekknum sínum og umsjónarkennara. Sjá myndir á á myndasíðu- Litlu jólin yd

Við óskum nemendum okkar, foreldrum og starfsfólki gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Hlökkum til að hitta alla aftur á nýju ári.

Stjórnendur

Meira ...

Jólaskemmtun í eldri og yngri deild Varmárskóla 2012

18/12/12

jolakulurMiðvikudaginn 19.desember kl. 19:00 verður jólaskemmtun eldri deildar haldin. Nemendur mæta í umsjónarstofur og hver bekkur snæðir saman kvöldmat og á saman góða stund með umsjónarkennara. Klukkan 20:00 verður dansað í kringum jólatréið og skemmtanir verða á sal. Að því loknu verður jóladiskó til kl. 22:30. Mikilvægt er að foreldrar sæki nemendur að skemmtun lokinni. Eftir jólaballið eru nemendur eldri deildar komnir í jólafrí.

 Fimmtudaginn 20. desember eru stofujól og jólaskemmtun í yngri deild. Skóli hefst að venju kl. 8.10 en lýkur fyrr en vanalega eða kl. 11.50. Boðið er upp á gæslu í skólanum til kl. 13.00. Frístundasel er opið frá 13.00-17.00. Þeir sem eiga nemendur í 1. - 4. bekk eru vinsamlegast beðnir að fylla út gæslublað sem þegar hefur farið heim með nemendum og skila til baka til umsjónarkennara.

Ávextir eru ekki þennan dag en nemendur mega taka með sér "spari nesti" eins og smákökur og gosdrykki. Boðið verður upp á léttan hádegismat.

Gæsla er í skólanum frá 11.50-13.00 og Frístundasel er opið frá 13.00-17.00

Rútur fara kl. 12.00 fyrir þá sem fara ekki í gæslu og kl. 13.10 fyrir þá sem fara ekki í Frístundasel. Ekki eru rútur kl. 16:00.

Skóli hefst að nýju mánudaginn 7. janúar samkvæmt stundaskrá.

Jólakveðja, starfsfólk Varmárskóla

 

Meira ...

Uppskeruhátíð í heimilisfræði hjá 6.bekk

13/12/12

uppskeruhatid (4) (800x600)Fimmtudaginn 13. desember var síðasti hópurinn í 6.bekk með uppskeruhátíð sína. Allir sjöttu bekkirnir í vetur hafa haldið svona boð og boðið einum gesti með sér. Nemendur elduðu ilmandi grænmetissúpu, bökuðu brauð, pizzasnúða og höfðu til grænmeti, egg og ost. Í eftirrétt gæddu gestir sér á brownies súkkulaðibitakökum og sumir hverjir fengið sér kaffisopa með. Uppskriftirnar má finna á vef Guðrúnar heimilisfræðikennara: http://www.internet.is/sameinud/default.html. Sjá fleiri myndir á myndasíðunni: 6.b. uppskeruhátíð.

Meira ...

Jóladagatal vísindanna

13/12/12

Verkfræði og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands hefur opnað vísindajóladagatal. Þarna eru margar áhugaverðar tilraunir. Endilega kíkið á þetta:

http://www.hi.is/verkfraedi_og_natturuvisindasvid/joladagatal_visindanna

Meira ...

Síða 62 af 86

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira