logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Litla upplestrarkeppnin hjá 4. bekk

06/04/17
Litla upplestrarkeppnin var haldin hátíðleg hjá 4. bekk. Markmið keppninnar er að hver og einn bæti árangur sinn í upplestri og sé því í raun og veru að keppa við sjalfan sig til að ná því takmarki. Börnin eru búin að æfa sig í upplestri síðan í nóvember, nánar tiltekið daginn eftir Dag íslenskrar tungu 16. nóvember. Börnin lásu ljóð og sögur, ýmist ein , nokkur saman eða í talkór. Börnin fengu viðurkenningarskjal þar sem Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar og Radda, samtök um vandaðan upplestur og framburð þakka þeim fyrir þátttökuna.
Meira ...

Laus störf

03/04/17
Laus störf nú þegar við Varmárskóla - Grunnskólakennari óskast í 4.bekk vegna forfalla (út þetta skólaár) - Stuðningsfulltrúar og frístundaleiðbeinendur - Aðstoðarmatráður í mötuneyti nemenda 60-70% staða
Meira ...

Kvíði barna-Hvað er til ráða?

30/03/17
Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar býður foreldrum uppá hálftíma örfræðslu um kvíða barna. Í fyrirlestrinum mun Una Rúnarsdóttir sálfræðingur fjalla um eðli og einkenni kvíða og hvernig foreldrar geti brugðist við ef einkenna verður vart. Þriðjudaginn 4. apríl kl. 8.15 er fyrirlestur fyrir foreldra nemenda í 1.-4. bekk. Fimmtudaginn 6. apríl kl. 8.15 er fyrirlestur fyrir foreldra nemenda í 5.-7. bekk. Fyrirlestrarnir verða haldnir í sal yngri deildar Varmárskóla.
Meira ...

Glæsileg úrslit í Stóru upplestrarkeppninni í Mosfellsbæ

24/03/17Glæsileg úrslit í Stóru upplestrarkeppninni í Mosfellsbæ
Fimmtudaginn 23. mars fór lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Mosfellsbæ fram í hátíðarsal Lágafellsskóla. Varmárskóli fór með sigur af hólmi annað árið í röð en Sigríður Ragnarsdóttir úr 7. TH hlaut fyrstu verðlaun. Í öðru sæti varð svo Rebekka Sunna Sveinsdóttir úr 7. AÁ einnig úr Varmárskóla. Í þriðja sæti var Harpa Dís Hákonardóttir úr Lágafellsskóla. Aðrir keppendur Varmárskóla voru þau Andri Eyfjörð Jóhannesson, Ásdís Rán Kolbeinsdóttir og Hermann Þór Þórarinsson. Gestir fengu að hlusta á keppendur flytja brot út sögunni Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason og ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur auk þess sem nemendur fluttu sjálfvalin ljóð. Skólakór Varmárskóla söng nokkur lög og Íris Torfadóttir nemandi í 7. TH Varmárskóla lék á fiðlu. Við í Varmárskóla óskum öllum krökkunum bæði úr Varmárskóla og Lágafellskóla innilega til hamingju með frábæran árangur og þökkum fyrir ánægjulegt kvöld. Þær Aldís Leoní Rebora 7. AÁ og Embla Rún Pétursdóttir 7. LJ hlutu viðurkenningar fyrir myndskreytingar á dagskrá keppninnar. Myndir frá hátíðinni eru hér
Meira ...

4. ÁH hreinsar skólalóð

24/03/174. ÁH hreinsar skólalóð
Að morgni fimmtudagsins 16. mars voru börnin í 4. ÁH dugleg að tína upp ruslið á skólalóðinni og gerðu það af mikilli samviskusemi. Skólalóðin var hrein og fín eftir þrifin og börnin voru mjög glöð með afraksturinn.
Meira ...

Vorhátíð yngri deildar

23/03/17
Kátir krakkar komu fram á tveimur sýningum í gær og stóðu sig frábærlega fyrir framan fulla sali af fólki. Nemendur og umsjónarkennarar 6. bekkja hafa veg og vanda af þessari sýningu en allir nemendur og starfsfólk yngri deildar koma að vinnu og undirbúningi. Myndir
Meira ...

Skólakór Varmárskóla í Eldborg

23/03/17
Á laugardaginn var blés bæjarlistamaður Mosfellsbæjar, Gréta Salóme, til stórtónleika í Eldborgarsalnum í Hörpu ásamt Alexander Rybak. Þar fékk skólakór Varmárskóla tækifæri til syngja með henni ásamt kór Kársnesskóla. Frammistaða og framganga krakkanna var til fyrirmyndar og sátu margir afar stoltir foreldrar í Eldborgarsalnum þetta kvöld. Ekki má gleyma frammistöðu Ómars kórstjóra sem stýrði kórnum ásamt allri vinnu og skipulagningu af einskærri prýði. Við í Varmárskóla erum að sjálfsögðu að springa úr stolti af þessum frábæru og hæfileikaríku krökkum!
Meira ...

Gaman saman úti - opið hús hjá Skólaskrifstofu miðvikudaginn 29.mars 2017

23/03/17Gaman saman úti - opið hús hjá Skólaskrifstofu miðvikudaginn 29.mars 2017
Síðasta opna hús vetrarins verður miðvikudaginn 29. mars kl. 20:00-21:00 í Listasal Mosfellsbæjar. Að þessu sinni mun Ævar Aðalsteinsson frístundafræðingur og verkefnastjóri stikaðra gönguleiða í Mosfellsbæ segja frá þeim útivistarmöguleikum sem bjóðast börnum og fjölskyldum þeirra í Mosfellsbæ. Mosfellsbær er fjölskylduvænn útivistarbær þar sem þú finnur tenginguna við náttúru og heilsusamlegt umhverfi í heilsueflandi samfélagi. Fjöldi útivistarsvæða og fjölmargir möguleikar eru fyrir hendi enda stutt í ósnorta náttúru í okkar heimabæ.
Meira ...

Heimsókn í Krikaskóla – 4. bekkur

16/03/17
Dagana 8. og 9. mars fóru nemendur í 4. bekk í heimsókn í Krikaskóla. Árgangnum var skipt í tvennt á heimsóknardagana. Þessi heimsókn er liður í samstarfi skólanna, Brúum bilið, þar sem nemendur í 4. bekk Krikaskóla verða í 5. bekk í Varmárskóla. Börnin fengu að skoða skólann í fylgd með nemendum Krikaskóla og fóru í ratleik úti. Þar sem veðrið lék við okkur borðuðu börnin nestið sitt úti. Eins og sjá má á myndunum skemmtu börnin sér konunglega. Nemendur Krikaskóla koma síðan í heimsókn í Varmárskóla í byrjun apríl.
Meira ...

Gleðistund í salnum

08/03/17
Troðfullur salur tók vel undir þegar Aron Brink mætti í skólann í dag ásamt fylgdarliði og söng lagið sitt úr Söngvakeppni Sjónvarpsins. Myndir frá þessu eru á myndasíðu ásamt fleiri nýjum myndum frá öskudegi og Opinni viku Listaskólans
Meira ...

Síða 5 af 7

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira