logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Samræmdu enskuprófi hefur verið frestað vegna tæknilegra örðugleika.

09/03/18
Ákveðið hefur verið að fresta fyrirlögn samræmds enskuprófs vegna tæknilegra örðugleika hjá Menntamálastofnun.
Meira ...

Vegna samræmds prófs í íslensku hjá 9.bekk - frestað um óákveðinn tíma

07/03/18
Því miður eru vandamál með aðgengi að prófakerfi samræmdu prófanna hjá Menntamálastofnun. Netþjónn sem er staðsettur í Evrópu virðist ekki valda álagi vegna prófanna. Ákveðið hefur verið að fresta íslensku prófinu um óákveðinn tíma. Samræmt stærðfræðipróf sem halda á morgun er samkvæmt áætlun.
Meira ...

Týndir svartir Timberland skór

06/03/18Týndir svartir Timberland skór
Á öskudag, miðvikudaginn 14.febrúar hurfu svartir Timberland skór úr skólhillu miðstigs. Ef þið hafið fundið skóna vinsamlegast komið þeim til Kristínar ritara.
Meira ...

Slökun og hugleiðsla í dönsku hjá 9.bekk

06/03/18Slökun og hugleiðsla í dönsku hjá 9.bekk
Þar sem styttist í samræmdu prófin hjá 9.bekk þá var tekin sérstaklega langur tími í slökun og hugleiðslu í dönskutíma. Thelma dönskukennari sótti námskeið hjá Hugarfrelsi í haust og hefur verið að nota slökun og hugleiðslu með krökkunum inná milli. Það þarf líka að huga að andlegu hliðinni!
Meira ...

Skóladagatal fyrir skólaárið 2018-2019 komið á heimasíðuna

06/03/18
Skóladagatal fyrir skólaárið 2018 - 2019 er komið á heimasíðuna. Skólasetning verður 23. ágúst og vetrarleyfi verða 18. og 19. október og svo aftur 25. og 26. febrúar. Vetrarleyfin verða nú á sama tíma og vetrarleyfi í skólum á höfuðborgarsvæðinu.
Meira ...

Skíðaferðalag 7.-10. árgangur 22. mars - tilraun tvö

01/03/18
Því miður varð ekki af skíðaferð 7.-10.bekkjar í síðustu viku. En ráðgert er að gera aðra tilraun fimmtudaginn 22.mars.
Meira ...

Innritun fyrir skólaárið 2018-2019

27/02/18
Nú fer að hefjast innritun nemenda í 1. árgang. Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2018-19 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2018 fer fram frá 1. mars til 20. mars.
Meira ...

Netið - töfrar þess og gildrur - Opið hús skólaskrifstofu 28. febrúar 2018

23/02/18Netið - töfrar þess og gildrur - Opið hús skólaskrifstofu 28. febrúar 2018
Miðvikudaginn 28. febrúar er komið að þriðja opna húsi vetrarins. Að þessu sinni verður fyrirlesturinn haldinn í Listasal Mosfellsbæjar og hefst kl. 20:00. Fyrirlesari að þessu sinni er Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur. Eyjólfur er einn helsti sérfræðingur okkar í öllu sem viðkemur netfíkn og hefur mikla reynslu á þessu sviði.
Meira ...

Tímaritsgerð í dönsku

21/02/18Tímaritsgerð í dönsku
Nemendur níundu bekkja hafa verið að vinna við tímaritsgerð í dönsku. Þeir hafa sýnt mikla sköpun og frumkvæði.
Meira ...

Stóra upplestrarkeppnin í 7. árgangi

20/02/18Stóra upplestrarkeppnin í 7. árgangi
Í morgun fór undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar fram í sal yngri deildar.
Meira ...

Síða 7 af 9

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira