logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Foreldraviðtöl 31. janúar

30/01/18
Minnum foreldra á foreldraviðtalsdaginn á morgun miðvikudaginn 31. janúar. Nemendur eiga að mæta með foreldrum sínum í viðtalið. Viljum biðja foreldra sérstaklega um að fara vel yfir óskilamuni og athuga hvort þar sé eitthvað sem tilheyri sínu barni/börnum.
Meira ...

Starfsdagur 23. janúar - Frístundasel lokað

22/01/18
Kæru foreldrar, við minnum á starfsdaginn á morgun 23. janúar. Þennan dag er engin kennsla og frístundasel er jafnframt lokað. Samstarfskveðjur, Stjórnendur
Meira ...

Verklegur líffræðitími hjá 10. árgangi

19/01/18
Nemendur í 10. bekk hafa verið að læra um hjarta og blóðrás í líffræði. Í kjölfarið var unnið með kindahjörtu, þau krufin, skoðuð, vigtuð, mæld í bak og fyrir, sýni tekin og skoðuð í smásjám sem víðsjám. Í samvinnu við eldhús/starfsfólk skólans var nemendum verkefnisins boðið upp á steikt lambahjörtu sem góður rómur var gerður að og kunnum við starfsfólki eldhúss hinar bestu þakkir fyrir. Nemendur vorueinstaklega áhugasamir, tóku þátt og unnu samviskusamlega að verkefnum sínum.
Meira ...

Kynningafundur 24. janúar kl. 8.15 fyrir foreldra barna í 5.-8. bekk

19/01/18
Kynningafundur verður haldinn í Varmárskóla þann 24. janúar kl. 8:15 á niðurstöðum könnunar sem Rannsókn og greining gerði á högum og líðan nemenda úr 5. -7. bekk og fram fór í grunnskólunum á vorönn 2017. Kynntar verða niðurstöður varðandi líðan nemenda í skóla, samskipti, samveru við foreldra, svefnvenjur, tölvunotkun, og fleira er áhrif hefur á vellíðan ungmenna.
Meira ...

Lestrarátak Ævars vísindamanns

18/01/18
Venju samkvæmt tekur Varmárskóli þátt í hinu árlega Lestrarátaki Ævars vísindamanns. Átakið hófst þann 1. janúar og stendur til 1. mars. Í ár er nemendum í 8.-10. bekk í fyrsta sinn boðið að taka þátt í lestrarátakinu sem á því við allan skólann að þessu sinni. Lestrarátakinu er ætlað að hvetja nemendur til lesturs. Leyfilegt er að lesa hvaða bók eða tímarit sem er á hvaða tungumáli sem er. Einnig má skrá efni sem hlustað er á á hljóðbók eða sem lesið er fyrir nemendur. Hver og einn velur lesefni eftir eigin getu og þroska.
Meira ...

Minnum foreldra 5. árgangs á fundinn síðdegis

15/01/18
Kæru foreldrar í 5. árgangi. Við minnum á fundinn síðdegis með Vöndu Sigurgeirsdóttur á sal yngri deildar. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 17.30 og er áætlað að honum ljúki kl. 19.00. Bestu kveðjur, Stjórnendur og umsjónarkennarar
Meira ...

Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

09/01/18
English below. Hvassviðri gengur nú yfir höfuðborgarsvæðið og hefur Veðurstofa Íslands varað við veðri og er appelsínugul viðvörun í gangi. Vegna þessa höfum við virkjað tilkynningu 2. og hvetjum foreldra og forráðamenn barna að fylgja þeim til skóla. Röskun gerur orðið á skólabílum.
Meira ...

Síða 9 af 9

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira