logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Þriðja vika september

17/09/21Þriðja vika september
Í þessari viku fékk 6.bekkur heimsókn frá Þórdísi frá Árnastofnun og Arndísi Þórarinsdóttur rithöfundi sem fjölluðu um miðaldahandrit. Þetta var í beinu samhengi við verkefnið um Sturlungatímann sem nemendur eru að vinna að í samfélagsfræðinni.
Meira ...

Vikufréttir Varmárskóla

10/09/21Vikufréttir Varmárskóla
Það sér nú fyrir endann á framkvæmdum við skólann, búið er að setja nýju gluggana í og nú er unnið að frágangi. Verkamennirnir hafa gert sitt besta til að trufla skólastarfið sem minnst þó að nærvera þeirra vekji eðlilega forvitni hjá ungu fólki.
Meira ...

Vikufréttir Varmárskóla

03/09/21Vikufréttir Varmárskóla
Nú er fyrsta heila skólavika ársins rétt að verða búin og flest hefur gengið samkvæmt áætlun. Nemendur eru að læra á hópana sína og þeir eru sannarlega að fást við fjölbreytt verkefni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Meira ...

Vantar listgreinakennara

31/08/21
Er ekki einhver þarna úti sem langar að vinna með skemmtilegum börnum og frábæru samstarfsfólki? Okkur vantar listgreinakennara annað hvort í tónmennt eða leiklist.
Meira ...

Fyrstu dagar skólastarfsins

27/08/21Fyrstu dagar skólastarfsins
Skólastarfið fer vel af stað, erum samt enn að fínpússa nokkur atriði í sambandi við matsal og önnur smávægileg skipulagsatriði því að mörgu er að hyggja í skólanum eins og á öðrum stórum heimilum. Nú borða allir nemendur nema 4.bekkur í matsalnum í stað þess að 3.-6. bekkur fóru í Kvíslarskóla áður, þar er því þröng á þingi og allir að læra nýja siði.
Meira ...

Tímatafla skólabíla Varmárskóla

24/08/21
Komin er tímatafla fyrir skólaakstur Varmárskóla. Hún er birt með fyrirvara um breytingar. Athugið að skólabílar ganga ekki eins og strætó þannig að tímasetningar geta færst til
Meira ...

Hagnýtar upplýsingar til foreldra í skólabyrjun

23/08/21
Skólasetning verður þriðjudaginn 24. ágúst og hefst í sal yngri deildar og svo fara nemendur í með umsjónarkennurum í stofur. 4. bekkur fer yfir í Brúarland. Ekki er ætlast til að foreldrar mæti með börnum sínum nema það sé alveg nauðsynlegt barnanna vegna. 2. bekkur kl. 09:00 3. bekkur kl. 09:30 4. bekkur kl. 10:00 5. bekkur kl. 10:30 6. bekkur kl. 11:00
Meira ...

Sóttvarnir og skólabyrjun

20/08/21
Við eigum von á nýjum reglum um umgengni um skóla á morgun frá Almannavörnum og fræðsluyfirvöldum og þegar þær liggja fyrir munum við senda ykkur upplýsingar um hvernig skólastarfi verður háttað fyrstu vikurnar með tilliti til sóttvarna.
Meira ...

Fréttir frá Varmárskóla 12. ágúst 2021

16/08/21
Það styttir nú í skólabyrjun og við í skólanum hlökkum til að fá nemendur til starfa með okkur.
Meira ...

Skólaslit 2021

31/05/21
Skólaslit 7.-9. bekkja verða miðvikudaginn 9. júní kl. 9:15-10:40.
Meira ...

Síða 3 af 4

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira