logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Útskrift 10.bekkja

08/06/18Útskrift 10.bekkja
Útskrift 10. bekkjar fór fram við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 7. júní. Útskrifaðir voru 90 nemendur úr fjórum bekkjadeildum. Nokkrir nemendur hlutu viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur auk þess sem kór skólans söng og Agla Þórarinsdóttir, nemandi í 10. bekk, lék á píanó. Starfsfólk Varmárskóla óskar útskriftarnemum innilega til hamingju með áfangann. Við þökkum þeim ánægjuleg kynni á liðnum árum og óskum þeim bjartrar framtíðar.
Meira ...

Útivistardagar og skólaslit

04/06/18
Þessa vikuna verða útivistardagar frá 5. - 7. júní 2018. Tíundi bekkurinn fór í lokaferðalagið sitt mánudaginn 4. júní og koma til baka seinnipartinn 6.júní. Skóla lýkur hjá 1. - 9.bekk kl. 13:00 þessa útivistardaga og fer skólabíllinn kl. 13:10. Útskrift hjá 10. bekk fer fram fimmtudaginn 7. júní kl. 17:30 í sal eldri deildar. Skólaslit hjá 1. - 9.bekk verður föstudaginn 8. júní og þau fara fram í íþróttahúsinu en svo fara bekkir í heimastofur að athöfn lokinni, fá vitnisburð athentan og kveðja umsjónarkennara og bekkjarfélaga. Enginn rútuakstur er þennan dag. 4. - 6. bekkur klukkan 10:00 7. - 9. bekkur klukkan 11:00 1.-3. bekkur klukkan 12:00
Meira ...

Opið hús í Brúarlandi 7. júní- ertu að hugsa um að skrá barnið þitt í nýja Helgafellsskóla?

01/06/18Opið hús í Brúarlandi 7. júní- ertu að hugsa um að skrá barnið þitt í nýja Helgafellsskóla?
Fimmtudaginn 7. júní frá kl. 15:00-18:00 verður opið hús í Brúarlandi. Þar munu stjórnendur sitja við svörum og sýna húsnæðið. Mikið er um flutninga í nýtt Helgafellshverfi. Margir eru að velta fyrir sér að færa barnið sitt yfir í nýja skólann. Við hvetjum fólk til að koma og hitta okkur. Brúarland/Helgafellsskóli verður næsta haust með nemendur í 1. - 5.bekk. Síðan mun á ári hverju bætast við nýr bekkur þar til skólinn er kominn með 10.bekk.
Meira ...

Litla upplestrarkeppnin hjá 4.bekk í Varmárskóla

29/05/18Litla upplestrarkeppnin hjá 4.bekk í Varmárskóla
Litla upplestrarkeppnin var haldin í sjötta sinn í Varmárskóla og stóð frá mars - maí. Hátíðin var fyrst haldin í Hafnarfirði árið 2010. Keppnin fer fram í fjórða bekk og keppa nemendur fyrst og fremst við sjálfan sig. Markmið keppninnar er að: - Vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. - Leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins. - Fá alla nemendur til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju. - Að hver og einn bæti árangur sinn í upplestri og sé því í raun og veru að keppa við sjálfan sig til að ná því takmarki. Það keppast allir við að gera sitt besta og verða betri í dag en í gær.
Meira ...

Heimsókn verðandi 1. bekkinga í Varmárskóla

28/05/18Heimsókn verðandi 1. bekkinga í Varmárskóla
Kæru nýnemar sem stígið nú ykkar fyrstu skref í grunnskóla og foreldrar/forráðamenn Fimmtudaginn 31. maí langar okkur að bjóða ykkur í heimsókn, það er verðandi nemendum í 1. bekk ásamt foreldrum/forráðamönnum.
Meira ...

Yfirlýsing frá starfsfólki Varmárskóla

25/05/18
Starfsfólk Varmárskóla harmar þá neikvæðu umræðu sem hefur átt sér stað um skólastarfið í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og þykir brýnt að það verði ekki bitbein pólitískrar umræðu í bænum. Skólinn er vinnustaður rúmlega 800 nemenda og á annað hundrað starfsmanna. Við hvetjum til þess að stuðlað verði að því að friður ríki um skólastarfið svo nemendur og starfsmenn skólans fái að sinna námi sínu og starfi. Munum að jákvæð og uppbyggileg umræða um skólastarfið er heillavænlegri til að byggja upp jákvætt skólasamfélag. Starfsfólk Varmárskóla
Meira ...

2.bekkur fór í bæjarferð

23/05/182.bekkur fór í bæjarferð
Nemendur í 2.bekk Varmárskóla gerðu sér bæjarferð föstudaginn 18.maí og heimsóttu m.a. Alþingi og gengu um ráðhúsið. Ferðin gekk mjög vel og voru öll börnin sér og skólanum til sóma. Gengið var um miðbæinn og sungu nemendur 2var sinnum Krummi svaf ì klettagjá fyrir gesti og gangandi og hlutu börnin mikið lof fyrir. Kveðja kennarar ì 2.bekk
Meira ...

Góður árangur í Byrjendalæsi hjá 1.bekk

14/05/18Góður árangur í Byrjendalæsi hjá 1.bekk
Fyrsti bekkur hefur í vetur tekið skimunarprófið Læsi. Það samanstendur af þremur prófum og það síðasta var nú lagt fyrir í apríl. Skólar sem taka þátt í Byrjendalæsi taka þessi próf og var nemendafjöldi í þessum skólum í fyrsta bekk 1017 nemendur. Þar af tóku 952 nemendur þetta próf af landinu. Almenn viðmið um viðunandi árangur er 61% og þar yfir. Árangur Varmárskóla var mjög góður en viðunandi árangri þ.e. yfir 61% náðu 87% nemenda skólans en á landinu er talan 70%.
Meira ...

Góður árangur í samræmdu stærðfræðiprófi í 9.bekk hjá Varmárskóla

08/05/18
Nemendur í níunda bekk á Íslandi þreyttu stærðfræðipróf þann 8. mars síðastliðinn. Það var eina prófið sem árgangurinn í Varmárskóla náði að klára án þess að lenda í tækniörðugleikum sem urðu hjá Menntamálastofnun. Fresta þurfti prófum í íslensku og ensku en í dag lauk þessum prófum. Próftakan gekk mjög vel. Niðurstöður úr samræmda prófinu í stærðfræði í 9. bekk komu vel út og var skólinn talsvert yfir landsmeðaltali. Hægt að er skoða niðurstöður á slóðinni https://skyrslur.mms.is/
Meira ...

Varmárskóli endaði í 8.sæti í Skólahreysti

03/05/18Varmárskóli endaði í 8.sæti í Skólahreysti
Það var fjölmennur hópur nemenda og starfsmanna sem mættu í úrslitakeppni Skólahreysti þann 3. maí síðastliðinn. Nemendur kepptu við tólf stigahæstu skóla landsins til úrslita. Varmárskóli lenti í áttunda sæti sem er frábær árangur. Við erum stolt af okkar krökkum!
Meira ...

Síða 29 af 86

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira