logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Skeiðholt - lokun

09/03/18Skeiðholt - lokun
Framkvæmdir eru hafnar við Skeiðholt en þær eru hluti af hliðrun götunnar og byggingu hljóðveggs. Áætlað er að framkvæmdir muni standa yfir til loka ágústmánaðar 2018. Vegna framkvæmda þarf að loka fyrir aðgengi bifreiða um Skeiðholt frá og með 15.mars til og með 31.maí 2018. Á meðfylgjandi myndum má sjá hjáleið fyrir bifreiðar til og frá Varmárskóla og Íþróttamiðstöðinni við Varmá meðan á framkvæmdum stendur (merkt með grænum lit). Gangandi vegfarendur komast leiðar sinnar meðfram vestanverðu Skeiðholti og þaðan í undirgöng eins og áður hefur verið. Ofangreind lokun mun hafa áhrif á leiðarkerfi strætisvagna en ein biðstöð er í Skeiðholti (merkt með gulum lit) sem mun leggjast af tímabundið auk þess að röskun getur orðið á tímaáætlun skólabifreiða. Mikilvægt er að allir kynni sér merktar leiðir, fari yfir þær með skólabörnum og sjái til þess að merktum leiðum sé fylgt. Allir vegfarendur akandi, gangandi og hjólandi eru hvattir til að sýna sérstaka tillitsemi og aðgát á meðan á framkvæmdum stendur.
Meira ...

Samræmdu enskuprófi hefur verið frestað vegna tæknilegra örðugleika.

09/03/18
Ákveðið hefur verið að fresta fyrirlögn samræmds enskuprófs vegna tæknilegra örðugleika hjá Menntamálastofnun.
Meira ...

Vegna samræmds prófs í íslensku hjá 9.bekk - frestað um óákveðinn tíma

07/03/18
Því miður eru vandamál með aðgengi að prófakerfi samræmdu prófanna hjá Menntamálastofnun. Netþjónn sem er staðsettur í Evrópu virðist ekki valda álagi vegna prófanna. Ákveðið hefur verið að fresta íslensku prófinu um óákveðinn tíma. Samræmt stærðfræðipróf sem halda á morgun er samkvæmt áætlun.
Meira ...

Týndir svartir Timberland skór

06/03/18Týndir svartir Timberland skór
Á öskudag, miðvikudaginn 14.febrúar hurfu svartir Timberland skór úr skólhillu miðstigs. Ef þið hafið fundið skóna vinsamlegast komið þeim til Kristínar ritara.
Meira ...

Slökun og hugleiðsla í dönsku hjá 9.bekk

06/03/18Slökun og hugleiðsla í dönsku hjá 9.bekk
Þar sem styttist í samræmdu prófin hjá 9.bekk þá var tekin sérstaklega langur tími í slökun og hugleiðslu í dönskutíma. Thelma dönskukennari sótti námskeið hjá Hugarfrelsi í haust og hefur verið að nota slökun og hugleiðslu með krökkunum inná milli. Það þarf líka að huga að andlegu hliðinni!
Meira ...

Skóladagatal fyrir skólaárið 2018-2019 komið á heimasíðuna

06/03/18
Skóladagatal fyrir skólaárið 2018 - 2019 er komið á heimasíðuna. Skólasetning verður 23. ágúst og vetrarleyfi verða 18. og 19. október og svo aftur 25. og 26. febrúar. Vetrarleyfin verða nú á sama tíma og vetrarleyfi í skólum á höfuðborgarsvæðinu.
Meira ...

Skíðaferðalag 7.-10. árgangur 22. mars - tilraun tvö

01/03/18
Því miður varð ekki af skíðaferð 7.-10.bekkjar í síðustu viku. En ráðgert er að gera aðra tilraun fimmtudaginn 22.mars.
Meira ...

Innritun fyrir skólaárið 2018-2019

27/02/18
Nú fer að hefjast innritun nemenda í 1. árgang. Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2018-19 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2018 fer fram frá 1. mars til 20. mars.
Meira ...

Netið - töfrar þess og gildrur - Opið hús skólaskrifstofu 28. febrúar 2018

23/02/18Netið - töfrar þess og gildrur - Opið hús skólaskrifstofu 28. febrúar 2018
Miðvikudaginn 28. febrúar er komið að þriðja opna húsi vetrarins. Að þessu sinni verður fyrirlesturinn haldinn í Listasal Mosfellsbæjar og hefst kl. 20:00. Fyrirlesari að þessu sinni er Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur. Eyjólfur er einn helsti sérfræðingur okkar í öllu sem viðkemur netfíkn og hefur mikla reynslu á þessu sviði.
Meira ...

Tímaritsgerð í dönsku

21/02/18Tímaritsgerð í dönsku
Nemendur níundu bekkja hafa verið að vinna við tímaritsgerð í dönsku. Þeir hafa sýnt mikla sköpun og frumkvæði.
Meira ...

Síða 30 af 84

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira