logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Fyrsti bekkur fékk hjálma frá Kiwanis að gjöf

27/04/18Fyrsti bekkur fékk hjálma frá Kiwanis að gjöf
Í dag fengu nemendur 1.bekkja góða gjöf frá félögum í Kiwanis. Þeir komu færandi hendi með hjálma fyrir nemendur í fyrsta bekk. Við þökkum Kiwanis kærlega fyrir góða gjöf og treystum á að nemendur okkar í fyrsta bekk verði duglegir að nýta hjálma þegar þau hjóla út í sumarið.
Meira ...

Frábær vorhátíð Varmárskóla 2018

27/04/18Frábær vorhátíð Varmárskóla 2018
Dagana 25. og 26. apríl fór fram Vorhátíð Varmárskóla. Nemendur í 1. - 6.bekkja stigu á svið og voru með um samtals fjórar sýningar á tveimur dögum. Foreldrar, forráðamenn, aðstandendur og vinir fjölmenntu og glöddust með nemendum.
Meira ...

Árshátíð 7.bekkja í Varmárskóla

26/04/18Árshátíð 7.bekkja í Varmárskóla
Mánudaginn 23. apríl var árshátíð 7. bekkjar haldin í skólanum. Boðið var upp á hamborgaraveislu að hætti Hansa og nemendur í 10. bekk stóðu fyrir skemmtiatriðum og héldu uppi stuði á diskóteki. Kvöldið tókst frábærlega og nemendur skemmtu sér vel.
Meira ...

Vorhátíð 1. - 6.bekkja í Varmárskóla/Brúarlandi

25/04/18
Miðvikudaginn 25. apríl og fimmtudaginn 26. apríl 2018 er vorhátíð Varmárskóla. Fyrsta sýning báða dagana er kl. 16:30 og seinni sýning er kl. 17:50.
Meira ...

Aðalfundur foreldrafélags Varmárskóla

18/04/18
Aðalfundur foreldrafélags Varmárskóla verður haldinn þann 24. apríl nk kl. 18:00 í sal eldri deildar Varmárskóla. Dagskrá aðalfundar: Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar Skýrsla skólaráðsfulltrúa Skýrsla fulltrúa í svæðisráði Lagabreytingar skv. 12. gr. Reikningar lagðir fram til samþykktar Kosning stjórnar skv. 4.gr. Kosning í skólaráð skv. 5. gr. Árgjald félagsins ákveðið Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga Önnur mál
Meira ...

3-ÁH skellti sér á Bókasafn Mosfellsbæjar

16/04/183-ÁH skellti sér á Bókasafn Mosfellsbæjar
Föstudaginn 13. apríl fóru börnin í 3. ÁH í heimsókn á Bókasafn Mosfellsbæjar. Börnin fengu fræðslu um bókasafnið og þau lærðu hvernig á að leita að bókum. Þau unnu verkefni, lásu síðan bækur, spiluðu og tóku þátt í getraun. Skemmtileg tilbreyting.
Meira ...

Árshátíð 8. - 10.bekk í Varmárskóla var glæsileg!

16/04/18
Árshátíð nemenda í 8.-10. bekk Varmárskóla fór fram fimmtudagskvöldið 12. apríl og var glæsileg eins og venja er. Nemendur mættu prúðbúnir og mikil gleði og ánægja ríkti í skólanum. Í boði var ljúffengur kvöldverður að hætti Hansa kokks, kalkúnn og lamb og súkkulaðikaka í eftirrétt. Starfsfólk skólans þjónaði til borðs.Yfir borðhaldinu horfðu nemendur á annála bæði starfsfólks og nemenda í 10. bekk auk þess sem stúlkur úr 9. bekk sýndu dansatriði. Leynigestur kvöldsins var rapparinn Flóni og Heiðar Austmann var plötusnúður. Nemendur gátu látið taka af sér myndir í glæsilegu myndaherbergi en afraksturinn má sjá á myndasíðu skólans auk þess sem sjá má myndir frá borðhaldinu.
Meira ...

Laus störf við Varmárskóla skólaárið 2018-2019

31/03/18
Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda.
Meira ...

Páskafrí

23/03/18Páskafrí
Páskafrí hefst frá og með mánudeginum 26. mars til og með 2. apríl. Hefðbundið skólahald hefst þriðjudaginn 3. apríl. Óskum ykkur foreldrum/aðstandendum og nemendum gleðilegra páska og vonum að þið njótið páskafrísins.
Meira ...

Viðurkenningar til nemenda

23/03/18Viðurkenningar til nemenda
Við í eldri deildinni kölluðum nemendur okkar á sal í dag enda ærin ástæða til þess að gleðjast yfir glæsilegum árangri nemenda skólans.
Meira ...

Síða 30 af 86

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira