logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Týndir svartir Timberland skór

06/03/18Týndir svartir Timberland skór
Á öskudag, miðvikudaginn 14.febrúar hurfu svartir Timberland skór úr skólhillu miðstigs. Ef þið hafið fundið skóna vinsamlegast komið þeim til Kristínar ritara.
Meira ...

Slökun og hugleiðsla í dönsku hjá 9.bekk

06/03/18Slökun og hugleiðsla í dönsku hjá 9.bekk
Þar sem styttist í samræmdu prófin hjá 9.bekk þá var tekin sérstaklega langur tími í slökun og hugleiðslu í dönskutíma. Thelma dönskukennari sótti námskeið hjá Hugarfrelsi í haust og hefur verið að nota slökun og hugleiðslu með krökkunum inná milli. Það þarf líka að huga að andlegu hliðinni!
Meira ...

Skóladagatal fyrir skólaárið 2018-2019 komið á heimasíðuna

06/03/18
Skóladagatal fyrir skólaárið 2018 - 2019 er komið á heimasíðuna. Skólasetning verður 23. ágúst og vetrarleyfi verða 18. og 19. október og svo aftur 25. og 26. febrúar. Vetrarleyfin verða nú á sama tíma og vetrarleyfi í skólum á höfuðborgarsvæðinu.
Meira ...

Skíðaferðalag 7.-10. árgangur 22. mars - tilraun tvö

01/03/18
Því miður varð ekki af skíðaferð 7.-10.bekkjar í síðustu viku. En ráðgert er að gera aðra tilraun fimmtudaginn 22.mars.
Meira ...

Innritun fyrir skólaárið 2018-2019

27/02/18
Nú fer að hefjast innritun nemenda í 1. árgang. Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2018-19 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2018 fer fram frá 1. mars til 20. mars.
Meira ...

Netið - töfrar þess og gildrur - Opið hús skólaskrifstofu 28. febrúar 2018

23/02/18Netið - töfrar þess og gildrur - Opið hús skólaskrifstofu 28. febrúar 2018
Miðvikudaginn 28. febrúar er komið að þriðja opna húsi vetrarins. Að þessu sinni verður fyrirlesturinn haldinn í Listasal Mosfellsbæjar og hefst kl. 20:00. Fyrirlesari að þessu sinni er Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur. Eyjólfur er einn helsti sérfræðingur okkar í öllu sem viðkemur netfíkn og hefur mikla reynslu á þessu sviði.
Meira ...

Tímaritsgerð í dönsku

21/02/18Tímaritsgerð í dönsku
Nemendur níundu bekkja hafa verið að vinna við tímaritsgerð í dönsku. Þeir hafa sýnt mikla sköpun og frumkvæði.
Meira ...

Stóra upplestrarkeppnin í 7. árgangi

20/02/18Stóra upplestrarkeppnin í 7. árgangi
Í morgun fór undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar fram í sal yngri deildar.
Meira ...

Fimmti bekkur í útikennslu og lætur ekki snjóinn stöðva sig!

16/02/18Fimmti bekkur í útikennslu og lætur ekki snjóinn stöðva sig!
Fimmti bekkur fer markvisst í útikennslu. Nemendum er skipt upp í hópa og fara í útikennslu í sex stundir á viku , fjórar til fimm vikur í senn. Það er fjölbreytt hvað tekið er fyrir hverju sinni og miðað út frá árstíðum. Nú þegar snjórinn þekur allt yfirborð úti er tilvalið að kanna möguleika hans. Hér má sjá krakkana í snjókastalagerð og að mála í snjóinn.
Meira ...

3. ÁH og öskudagurinn

16/02/183. ÁH og öskudagurinn
Krakkarnir í 3.ÁH skemmtu sér konunglega á öskudeginum. Þau fóru á diskótek þar sem unglingarnir í 10.bekk stýrðu dansi. Svo var farið í íþróttahúsið og kötturinn sleginn úr tunninni. Þau áttu líka góða stund saman í bekknum.
Meira ...

Síða 32 af 86

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira