logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

ABC barnaþorpin í Nairobi í Kenía

13/02/12

5b_ABC_sofnunNemendur í 5. bekk munu fara um allan bæ um helgina að safna peningum í söfnunarbauka fyrir ABC.  Krakkarnir fengu öll buff merkt ABC, þau munu bera þau þegar þau eru að safna.

Meira ...

Valtími hjá 2.bekk

13/02/12

valtimi_2bekkur (3)Börnin í 2.bekk fengu valtíma eftir velheppnuð bekkjarkvöld. Eins og sjá má á myndunum nutu börnin sín. Myndirnar eru á myndasíðu - 2.bekkur - valtími.

Meira ...

Stóra upplestrarkeppnin - undankeppni

10/02/12

Upplestrarkeppni_2012 (6)Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina fór fram í hátíðarsal skólans miðvikudaginn 8. febrúar að viðstöddu fjölmenni. Tíu nemendur kepptu fyrir hönd íslenskuhópa sinna en nemendur höfðu áður valið fulltrúa sína í kennslustund í íslensku.

Meira ...

100 daga hátíð

09/02/12

100 daga h t¡Ð (1)Þriðjudaginn 7.febrúar héldu 1. bekkingar uppá að það eru 100 dagar frá því að skólinn var settur. Krakkarnir komu í búningum og voru með kórónur sem á stóð 100. Þau eru búin að vera að telja hvern dag síðan skólinn byrjaði og flokka dagana í tugi, í dag náðu þau loksins 100.

Meira ...

8. AÞ fékk hvatningarverðlaun Rásar 2 í Lífshlaupinu

08/02/12

Varmárskóli tekur þátt í lífshlaupinu og eru nemendur og starfsfólk hvatt til að hreyfa sig eins oft í viku og tök eru á. 8.AÞ í Varmárskóla var dreginn út í hvatningarleik Rásar 2 og fær í verðlaun ávaxtakörfu frá Ávaxtabílnum. Til hamingju með þetta 8.AÞ. Áfram Varmárskóli!

Meira ...

Nemendur frá Varmárskóla tóku þátt í skákdeginum

30/01/12

skakdagurinn (3)Skákdagurinn var haldinn í Kjarna fyrir framan bókasafnið á fimmtudaginn 26.1. s.l. milli kl. 16:00 -  18:00  Nemendur úr  Varmárskóla og foreldrar þeirra fjölmenntu til að tefla og eiga skemmtilega stund saman.  Hér eru myndir af þessari skemmtilega degi - sjá myndasíða - skákdagur.

 

 

 

Meira ...

Starfsdagur og foreldraviðtöl

27/01/12

Mánudaginn 30.janúar er starfsdagur og þá eru nemendur í fríi. Þriðjudaginn 31.janúar eru foreldraviðtöl og hafa foreldrar fengið tímasetningar um hvenær þeir eigi að mæta til viðtals með sínu barni.

Meira ...

Útivistarvalið í Varmárskóla í góðu formi

27/01/12

Útivistarvalið í 9. og 10.bekk Varmárskóla gengu frá skólanum föstudaginn 20.janúar yfir Lágafell og þaðan upp í Úlfarsfell. Nokkrir tóku með sér bretti og renndu sér niður á meðan aðrir héldu áfram yfir Úlfarsfellið og komu niður Hamrahlíðina.  Ferðin heppnaðist vel, veðrið lék við mannskapinn og allt á kafi í snjó.

Meira ...

Samsýningin Huxi í Listasal Mosfellsbæjar

26/01/12

huxiÍ dag opna listamennirnir  Hugleikur Dagsson og Örn Tönsberg samsýninguna Huxi  í Listasal Mosfellsbæjar. Nemendum 10.bekkjar í myndlistavali í Varmárskóla í samvinnu við Lágafellsskóla hlotnaðist sá heiður að vera boðið að taka þátt í þessari ótrúlega spennandi sýningu.

Meira ...

Tarzan leikur í íþróttum

25/01/12

IMG_6890 (Small)Sú hefð hefur skapast að einu sinni á önn fá nemendur að spreyta sig í Tarzanleik sem er þrautabraut sem íþróttakennarar setja upp. Einn svona leikur fór fram fyrir jól og eru myndir frá viðburðinum á myndasíðunni undir Tarzan leikur.

Meira ...

Síða 72 af 86

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira