logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Útivistarvalið í Varmárskóla í góðu formi

27/01/12

Útivistarvalið í 9. og 10.bekk Varmárskóla gengu frá skólanum föstudaginn 20.janúar yfir Lágafell og þaðan upp í Úlfarsfell. Nokkrir tóku með sér bretti og renndu sér niður á meðan aðrir héldu áfram yfir Úlfarsfellið og komu niður Hamrahlíðina.  Ferðin heppnaðist vel, veðrið lék við mannskapinn og allt á kafi í snjó.

Meira ...

Samsýningin Huxi í Listasal Mosfellsbæjar

26/01/12

huxiÍ dag opna listamennirnir  Hugleikur Dagsson og Örn Tönsberg samsýninguna Huxi  í Listasal Mosfellsbæjar. Nemendum 10.bekkjar í myndlistavali í Varmárskóla í samvinnu við Lágafellsskóla hlotnaðist sá heiður að vera boðið að taka þátt í þessari ótrúlega spennandi sýningu.

Meira ...

Tarzan leikur í íþróttum

25/01/12

IMG_6890 (Small)Sú hefð hefur skapast að einu sinni á önn fá nemendur að spreyta sig í Tarzanleik sem er þrautabraut sem íþróttakennarar setja upp. Einn svona leikur fór fram fyrir jól og eru myndir frá viðburðinum á myndasíðunni undir Tarzan leikur.

Meira ...

Nemendur í 3. bekk heimsóttu Mjólkursamsöluna

25/01/12

3hlb_mjolkursamsalan (18)Nemendum í 3. bekk var boðið í Mjólkursamsöluna þriðjudaginn 24.jan. Þau kynntu sér framleiðsluna áður fyrr og núna. Krakkarnir fengu ís og annað góðgæti til að gæða sér á. Einnig voru þau leyst út með fallegum sundpoka og leystu einnig nokkrar þrautir á staðnum. Ferðin gekk í alla staði vel. Myndir á myndasíðunni: 3.bekkur í MS

Meira ...

Nemendur frá Reykjakoti í heimsókn

24/01/12

Þessa vikuna er nemendur leikskólans Reykjarkots í heimsókn. Nemendur hitta nemendur skólans og vinna með þeim í ákveðnum smiðjutímum. Í fréttabréfi deildarinnar má lesa meira um starfið.

Meira ...

Nemendur á elstu deild leikskólans Hlíðar taka þátt í skólastarfinu

17/01/12

Þessa dagana eru nemendur leikskólans í Hlíð í heimsókn í Varmárskóla. Hér má lesa um hvað þau eru að bralla í Varmárskóla.

Meira ...

Fréttabréf leikskóladeilda Varmárskóla

10/01/12

Í vetur hafa leikskólarnir Hlíð, Hlaðhamrar og Reykjakot komið með 5 ára nemendur sína. Nemendur hafa glætt skólastarfið í Varmárskóla mikið með veru sinni hjá okkur.  Hér má lesa fréttabréf leikskóladeildarinnar.

Meira ...

Viðbúnaðarstig vegna röskunar á skólastarfi vegna óveðurs

09/01/12

Vegna slæmrar veðurspáar bendum við foreldrum á viðbúnaðarstig vegna óveðurs sem farið er eftir. Hana má finna hér og þar má lesa hana á fjölmörgun tungumálum.

Meira ...

Gjaldskrárbreytingar frá 1. janúar 2012

30/12/11

Þann 1. janúar nk. taka gildi gjaldskrárbreytingar vegna frístundasels, mötuneytis og  ávaxtabita.

 Grunngjald fyrir hverja klukkustund í frístundaseljum verður 275 kr.  Hver máltíð í mötuneytisáskrift mun kosta 310 kr.  Ávaxtabiti mun kosta 100 kr. á dag.

 Allar nánari upplýsingar um þessar breytingar er að finna á heimasíðu skólans og heimasíðu Mosfellsbæjar.

 

Allar breytingar er varða vistunartíma eða skráningu í mötuneyti eða ávaxtabita fara fram á íbúagáttinni.

Meira ...

Litlu jólin í eldri deild

21/12/11

Des20 074Jólaskemmtun var haldin í eldri deild skólans mánudagskvöldið 19.desember. Prúðbúnir nemendur mættu til umsjónarkennara síns klukkan sjö og áttu notalega stund í stofunni sinni ásamt bekkjarfélögum sínum. Bekkirnir höfðu skipulagt mismunandi dagskrá hver með sínum kennara. Sumir voru með matarhlaðborð og fóru í leiki eða spil og aðrir fóru í pakkaleiki eða ljóstruðu upp um leynivini sína. Að þessari stund lokinni var dansað í kringum jólatréð á sal skólans undir píanóleik Kára tónmenntakennara. Því næst voru skemmtiatriði á sal. Margir nemendur stigu á stokk og má þar nefna Andreu í 10. bekk og Brynhildi í 9. bekk sem báðar sungu falleg lög og Einar einstaka, töframann úr 10. bekk, sem sýndi ýmis töfrabrögð og kenndi skólafélögum sínum nokkur þeirra. Magnús í 8. bekk lék á píanó, og tvær stelpur í 8. bekk spiluðu á blásturshljóðfæri. Einnig sýndu tvær stúlkur úr 7. bekk skemmtilegan dans. Þegar þessu var lokið var slegið upp balli og dansað til klukkan tíu en þá fóru nemendur sælir heim í jólafrí eftir vel heppnað og skemmtilegt kvöld.

Myndir frá jólaskemmtuninni má sjá á myndasíðu skólans.

Meira ...

Síða 71 af 84

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira