logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Skólaslit 10.bekkjar

03/06/11

10b_skolaslit (13) (800x534)Miðvikudaginn 1. júní fór útskrift 10.bekkjar fram í sal eldri deildar. Þórhildur skólastýra flutti ræðu, nemendur skólans sáu um tónlistaratriði og formaður nemendafélags sagði nokkur orð. Mosfellskórinn kom og söng nokkur vel valin lög sem og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilaði nokkur lög undir stjórn Daða Þórs Einarssonar stjórnanda.

Meira ...

Unglingarnir á útivistardögunum

01/06/11

utivist (12) (800x534)Unglingarnir hafa verið duglegir á útivistardögum Varmárskóla. Tíundi bekkur fór í skólaferðalag norður í land en sjöundi, áttundi og níundi bekkur hafa látið ýmislegt til sín taka. Myndir frá þessum dögum eru á myndasíðunni undir möppunni unglingar og vordagarnir.  

Meira ...

Verðandi 1. bekkur í heimsókn

27/05/11

5ara_nemendur_i_heimsokn_mai11 (2)Á miðvikudaginn 25. maí komu verðandi 1. bekkur i heimsókn í skólann ásamt foreldrum sínum. Gleðin og spenningurinn skein úr andlitum þeirra. Velkomin í Varmárskóla. Hægt er að sjá fleiri myndir á myndasíðunni.

Meira ...

Lokaverkefni 10.bekkinga kynnt

27/05/11

Lokaverkefni_10.b (22)Fimmtudaginn 26.maí kynntu nemendur 10.bekkjar lokaverkefni sitt fyrir foreldrum og áhugasömum gestum. Verkefnin voru unnin á síðastliðnum tvemur vikum. Þemað var heimabyggðin og voru verkefni nemenda fjölbreytt og glæsileg. Verkefnin spönnuðu sögu bæjarins, fyrirtæki, stofnanir, íþrótta og tómstundatilboð í Mosfellsbæ. Spurning hvort hér séu komnir framtíðar kynningarstjórar Mosfellsbæjar.

Myndir eru á myndasíðu skólans

Meira ...

10.bekkur á Skólaþingi

27/05/11

skolathing_2011 (11)Dagana 23. og 25. maí fóru nemendur 10.bekkjar í heimsókn á Skólaþing. Þar gafst nemendum tækifæri á að setja sig í spor Alþingismanna í gegnum hlutverkaleik, fræðast um starfsemi Alþingis og hvernig lög verða til. Skemmst er frá því að segja að nemendur stóðu sig mjög vel og fengu bæði lof frá kennurum og starfsmönnum Skólaþings.

Myndir frá heimsókninni eru á myndasíðu skólans.

Meira ...

Bekkjarhittingur hjá 8.HÍ

25/05/11

2010 553Miðvikudaginn 11 maí ákvað 8.HÍ að gera sér dagamun. Bekkurinn hittist við Varmárskóla og þar var sameinast í bíla og lá leiðin síðan í Nauthólsvík. Þar tóku starfsmenn Sigluness á móti hópnum og buðu upp á kennslu og siglingu á kajökum. Var þetta hin besta skemmtun eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Meira ...

Ungir heimsóknarvinir

24/05/11

Nokkrir nemendur úr 6. bekk fóru í heimsókn í dag á Eirhamra. Krakkar úr Varmárskóla og Lágafellsskóla hafa farið í heimsókn á Eirhamra í vetur.

Meira ...

Vel heppnuð ferð til Litháen.

24/05/11

204Þann 13. maí sl. fóru tveir kennarar og fimm nemendur úr 10. HMH í Varmárskóla til Sauilai í Litháen til að taka þátt í verkefninu „Start with your self“. 

Meira ...

Öskumistur yfir höfuðborgarsvæðinu

23/05/11

Þar sem aska úr gosinu kom yfir höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi er verið að fylgjast mjög vel með svifryksmengun.Fylgst er með ástandinu í samráði við Samhæfingarstöð almannavarna, Umhverfisstofnun, Almannavarna, Slökkvilið höfuðborgarsvæðis og Sóttvarnarlæknis.

Meira ...

Bekkjarkvöld hjá 4. SK

19/05/11

4.SK_Bekkjarkvold (19) (800x600)4. SK hélt bekkjarkvöld síðastliðinn fimmtudag (12.maí). Þar skemmtu börn og foreldrar sér saman í leik, söng og dansi.

Meira ...

Síða 80 af 86

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira