logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

16/03/11

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin í Lágafellsskóla 17.mars kl. 20:00. Allir velkomnir.

Meira ...

Sýning eftir þemadaga í yngri deildinni.

16/03/11

Sýning verður í yngri deildinni á vinnu nemenda eftir þemadaga. Sýningin verður mánudaginn 21. mars frá kl. 8.10 - 9.30. Allir hjartanlega velkomnir.

Meira ...

Þemadagar í Varmárskóla

16/03/11

ÞemadagarDagana 15. - 17. mars eru þemadagar í skólanum. Þemað í yngri deildinni er Heimabyggðin en við erum með alls konar smiðjur í eldri deildinni.

Meira ...

Eldri deild lýkur smiðjudögum með sýningu

16/03/11

Eldri deild Varmárskóla ætlar að ljúka smiðjudögum  með sýningu  á morgun, fimmtudag  klukkan 13:00 – 14:00
Á sýningunni verður leiklistahópurinn með leiksýningu, förðunarhópurinn með förðun og tónlistarhópurinn með  tónlist.

Meira ...

Skíðaferð miðvikudagur 16.mars

16/03/11

Staðfest er að íþróttahópur í eldri deild  leggur af stað í Bláfjöll í dag. Mæting er við íþróttahúsið  kl. 9.

Minnum á að börnin klæði sig vel og séu vel nestuð. 

Meira ...

Öskudagurinn í Varmárskóla

09/03/11

ÖskudagurÖskudagurinn í Varmárskóla var með skemmtilegu sniði nú eins og árin á undan. Í skólann mætti fjöldinn allur af furðuverum sem skemmtu sér vel saman.

Meira ...

Skólahreysti

04/03/11

Varmárskóli tók þátt í Skólahreysti, fimmtudaginn 3.mars 2011. Keppnin var haldin í Smáranum og voru eftirfarandi bæjarfélög saman í riðli: Mosfellsbær, Garðabær, Kópavogur, Álftanes og Kjalarnes.

Meira ...

Innritun nemenda vegna skólaársins 2011-2012

02/03/11

Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2011-12 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Athygli er einnig vakin á því að nemendur með lögheimili í Mosfellsbæ er sækja nú þegar skóla í öðrum sveitarfélögum þurfa að sækja um fyrir 1. apríl, þar sem umsóknir endurnýjast ekki sjálfkrafa.

Meira ...

Ný heimasíða Varmárskóla

28/02/11

Hér gefur að líta nýja heimasíðu Varmárskóla. Gamla síðan lagðist í sína hinstu hvílu um jólin og var þá tekið til við að búa til nýja heimasíðu skólans. Við viljum gjarnan fá ábendingar um hvað betur megi fara á síðunni hjá notendum. Er eitthvað sem ekki finnst, eitthvað sem ykkur finnst vanta? Endilega sendið okkur póst á netfangið varmarskoli[hjá]varmarskoli.is

Meira ...

Síða 84 af 86

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira