logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Innritun nemenda vegna skólaársins 2011-2012

02.03.2011 08:58

Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2011 fer fram frá  1. mars til 18. mars og skulu nemendur sækja grunnskóla eftir búsetu (sjá nánar reglur um skiptingu skólasvæða á vef Mosfellsbæjar www.mos.is)

 

Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytjast til Mosfellsbæjar eða koma úr einkaskólum þarf að fara fram fyrir 1. apríl.

 

Sérstök athygli er vakin á því, að umsóknarfrestur vegna náms í grunnskólum annarra sveitarfélaga er til 1.apríl og skulu umsóknir berast í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Athygli er einnig vakin á því að nemendur með lögheimili í Mosfellsbæ er sækja nú þegar skóla í öðrum sveitarfélögum þurfa að sækja um fyrir 1. apríl, þar sem umsóknir endurnýjast ekki sjálfkrafa. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér reglur um skólavist utan lögheimilis á vef Mosfellsbæjar.

 

Nánari upplýsingar og aðstoð veita skólastjórnendur grunnskólanna og Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar. Þeir sem óska eftir aðstoð og leiðbeiningum vegna Íbúagáttarinnar geta jafnframt snúið sér til Þjónustuvers Mosfellsbæjar.

 

Umsóknir vegna Frístundasels og mötuneyta fyrir 2011-2012 opna í ágúst á Íbúagátt Mosfellsbæjar.

Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira