logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Sameinuð stöndum við

16.05.2011 11:23

Nemendur í 6. bekk hafa verið að þjálfa gömul gildi í vetur í heimilisfræði tímum. Til dæmis hafa þau talað um virðingu, kurteisi og gestrisni. Þau buðu í dag foreldrum sínum í heimilisfræðistofuna, þar buðu þau uppá ýmsar tegundir af brauði, snúða og grænmetissúpu, einnig buðu þau uppá kaffi og súkkulaðiköku. Margir foreldrar gáfu sér tíma úr vinnu til að geta verið viðstödd tímann með börnunum sínum. Krakkarnir tóku á móti og kvöddu gestina með handabandi, einnig fluttu þau frumsamin ljóð fyrir hópinn. Þetta var ánægjuleg samverustund sem foreldrarnir, kennararnir og börnin áttu saman.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira