logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Öskumistur yfir höfuðborgarsvæðinu

23.05.2011 11:20

Eftirfarandi er helstu ráðleggingar sem er verið að veita fólki þessa stundina.

  • Ekki er nauðsynlegt fyrir fullfrískt fólk að nota grímu þegar farið er á milli staða, s.s. út í búð eða þess háttar
  • Forðast langvarandi útiveru
  • Íþróttaiðkun og útivist sem felur í sér áreynslu, s.s. trimm og erfiðar gönguferðir, getur valdið óþægindum í öndunarfærum
  • Stjórnendur íþróttaviðburða ættu að íhuga frestun móta við þessar aðstæður, sérstaklega þegar börn eiga í hlut.
  • Þeir sem nauðsynlega þurfa að dvelja langdvölum úti við ættu að íhuga að nota grímur
  • Ekki er mælt með langvarandi útiveru barna né að ungbörn sofi úti í vagn

Ef börn eru með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma þá biðjum við foreldra að láta umsjónarkennara vita ef halda á barni inni í frímínútum.

 

Upplýsingar á vef almannavarna:
http://www.almannavarnir.is/displayer.asp?cat_id=8&module_id=220&element_id=2651

Upplýsingar á vel Reykjavíkurborgar:
http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3821/1198_read-26684/

Aðrar slóðir.
Loftgæðamælingar í Reykjavík:
http://www.loft.rvk.is/
Loftgæði í Reykjavík: www.umhverfissvid.is (vefmælir)
Almannavarnir
www.almannavarnir.is
Umhverfistofnun  www.ust.is

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira