logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Unglingarnir á útivistardögunum

01.06.2011 15:36

Sjöundi bekkur fór á 365 miðla og kynntu sér fjölmiðlaheiminn. Í ljós kom að þekking á landarfræði skemmir ekki ef maður ætlar að segja m.a. veðurfréttir. Nemendur tóku einnig þátt í fegrun umhverfis og fóru upp í dal (hlíðar Helgarfells) og plöntuðu birki þar niður. Farið var í göngutúra, sund og leiki.

Áttundi bekkur fór í leiki en sáust einnig þjótast um allan Mosfellsbæ í ratleik á við sjónvarpsþættina "Amazing race". Ýmsar þrautur þurftu nemendur að leysa af hendi og hafa nokkuð góða staðþekkingu.

Níundi bekkur stóð sig vel í að fegra umhverfi skólans og m.a. máluðu þau ljótan, gamlan kofa sem stendur á skólalóðinni. En krakkarnir fengu líka að sletta úr klaufunum og var farin ferð í Nauthólsvíkina til að leita að sumri og sól. Það fer ekki frekari orðum um hvort það hafi fundist.   

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira