logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Góður árangur Varmárskóla í UMSK hlaupinu

18.10.2011 16:38

Skólahlaup UMSK var haldið á föstudaginn í Mosfellsbæ. Mikil og góð þátttaka var í hlaupinu en á sjöundahundrað keppendur tóku þátt. Það eru allir grunnskóla á sambandssvæði UMSK sem hafa rétt til þátttöku í hlaupinu og voru keppendur frá sex skólum. Nemendur í 4., 5., 6. og 7.bekk eiga kost á að taka þátt í hlaupinu. Varmárskóli tók þátt og lenti í 1.sæti í þremur hópum. Það var Inga Laufey Ágústdóttir í 5.bekk sem var með besta tímann hjá stúlkum í árganginum. Anna Pálina Sigurðardóttir og Viktor Elí Sturluson unnu stúlkna og drengjaflokk í 6.bekk. Nánar um sigurvegara og tímasetningar má fá á síðu UMSK.  Frábær árangur hjá krökkunum og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn! Myndir frá keppninni eru á myndasíðunni.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira