logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Samstíga foreldrar-sterkari unglingar

25.10.2011 11:24

Kæru foreldrar

Opið hús Skólaskrifstofu sem vera átti miðvikudaginn 26. október færist til fimmtudagsins 3. nóvember og verður haldið í Hlégarði í samvinnu við foreldra í Mosfellsbæ.

Verkefnið „Samstíga foreldrar – sterkari unglingar“ varð til í kjölfar forvarnafræðslunnar „Hættu áður en þú byrjar“ sem nemendur og foreldrar í grunnskólum Mosfellsbæjar fengu í haust.
Niðurstöður hennar voru þær að besta forvörnin færi fram á heimilunum, í formi góðra samskipta foreldra og barna annarsvegar og samvinnu foreldra hinsvegar.

Því langar okkur undirrituðum, í samvinnu við Mosfellsbæ, að bjóða öllum foreldrum og öðrum er koma að málefnum barna og unglinga í Mosfellsbæ að eiga saman skemmtilega kvöldstund fimmtudaginn 3. nóvember kl. 19:30 í Hlégarði.
Kvöldið verður létt kaffihúsastemning þar sem foreldrar geta rætt saman og hlustað á tvo framúrskarandi fyrirlesara sem eru fremstir í sínu fagi, hvor á sínu sviði.
Dr. Álfgeir Logi Kristjánsson  hefur starfað í fjölda ára við rannsóknir á heilsuhegðun barna og unglinga, hann starfar nú við Columbia University í NY.

Álfgeir mun tala um forvarnir, heilsueflingu, líðan barna og unglinga og mikilvægi foreldrasamvinnu.
Páll Ólafsson félagsráðgjafi, fimm barna faðir og er einn skemmtilegasti fyrirlesari landsins  mun tala um sín hjartans mál sem ; samskipti foreldra og  barna og hvernig við fáum þau til að hlusta og gera það sem þau eiga að gera?

Hlökkum til að sjá ykkur,

Halla Heimisdóttir og Anna Margrét Einarsdóttir, íþrótta- og lýðheilsufræðingar og höfundar www.ummig.is

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira