logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Samsýningin Huxi í Listasal Mosfellsbæjar

26.01.2012 10:18

Í dag opna listamennirnir  Hugleikur Dagsson og Örn Tönsberg samsýninguna Huxi  í Listasal Mosfellsbæjar. Nemendum 10.bekkjar í myndlistavali í Varmárskóla í samvinnu við Lágafellsskóla hlotnaðist sá heiður að vera boðið að taka þátt í þessari ótrúlega spennandi sýningu. Eftir að nemendur hafa mætt á opnun sýningarinnar, skoðað  og upplifað listaverkin og hlýtt á fyrirlestur Úlfhildar Dagsdóttur (systur Hugleiks) ,sem fjallar um heim og sögu  teiknimyndasögunnar, vinna nemendur verk sín og verða þau síðaan hengd upp í Listasalnum og verða hluti af sýningunni Huxi.
Opnun sýningarinnar er núna í dag fimmtudag 26. janúar kl.16
fjölmennum og upplifum

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira