logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Öskudagur í eldri deild

22.02.2012 13:33

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í eldri deild skólans í dag. Stór hluti nemenda og starfsfólks mætti í hinum ýmsu búningum að því tilefni.

Klukkan tíu dönsuðu nemendur kónga um ganga skólans og að því loknu voru veitt verðlaun fyrir frumlegustu búningana í hverjum árgangi og á meðal starfsmanna. Að því loknu sýndi töframaðurinn Einar einstaki töfrabrögð við góðar undirtektir. Í hádeginu borðuðu nemendur svo pítsu með bestu lyst.

Fleiri myndir á myndsíðu undir Öskudagur í eldri deild.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira