logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Nemendur í Varmárskóla fengu silfurverðlaun í Lífshlaupinu

24.02.2012 17:11

Nemendur og starfsmenn Varmárskóla tóku þátt í Lífshlaupinu, vinnustaðakeppni og hvatningarleik grunnskólanna sem fram fór í 5.skiptið. Vinnustaðir skráðu hreyfingu sína frá  1. - 21. febrúar en skólarnir frá 1. -14.febrúar. Þess má geta að nemendur Varmárskóla hafa tekið þátt í Lífshlaupinu frá upphafi og alltaf lent í þremur efstu sætunum. Að þessu sinni lentu nemendur skólans í 2.sæti sem er frábær árangur þar sem þátttaka í Lífshlaupinu hefur aldrei verið eins mikil og nú í ár. Starfsmenn skólans enduðu í 4. sæti sem er frábær árangur en flestir starfsmenn tóku þátt á einn eða annan veg. Þórhildur skólastjóri fór ásamt fulltrúum nemenda að veita viðtöku verðlauna en skólinn fékk silfurplatta fyrir 2.sæti nemenda. Fulltrúar nemenda voru Axel Óskar Andrésson nemandi í 8-LJ og Ólöf Líf Ármannsdóttir 6-AJ en þau voru fulltrúar bekkja í yngri og eldri deild sem best stóðu sig í Lífshlaupinu. Til hamingju með þennan sigur nemendur Varmárskóla og starfsmenn!

Fleiri myndir frá verðlaunaafhendingunni eru á myndasíðunni undir Lífshlaupið.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira