logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Nemendur og kennarar frá Riga í Lettlandi í heimsókn

23.04.2012 10:10

Vikuna 9. – 14. apríl komu 15 nemendur og 4 kennarar frá Riga í Lettlandi í heimsókn í Varmárskóla. Nemendurnir sem komu voru að endurgjalda heimsókn sem við fórum í í febrúar. Haldið var  áfram að vinna að verkefninu sem nemendur beggja landanna hafa unnið   að í  vetur.  Gestirnir byrjuðu á því að skoða skólann okkar og síðan fóru allir á hestbak hjá Hestamennt. Við buðum stelpunum að fara í smíði í skólanum og strákunum í heimilisfræði, en í Riga eru strákar í smíði og stelpur í heimilisfræði. Einnig löbbuðum við upp með Varmánni og hreinsuðum til meðfram henni og enduðum í kakói og kleinum hjá Hönnu kennara. Farin var skoðunarferð til Reykjavíkur ásamt því að fara nokkrum sinnum í sund og í leik í íþróttahúsinu. Haldið var foreldrakvöld þar sem allir foreldrar íslensku krakkanna komu með mat og síðan var farið í leiki. Síðasta daginn var farið í dagsferð og byrjað var á því að fara í Álfsnes þar sem við fengum fyrirlestur um starfsemina þar og eftir það var keyrt á Nesjavelli, Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Ferðin endaði síðan í sundlauginni að Minni-Borg.  Verkefni sem þetta eykur   mikið víðsýni og þroska nemendanna og undirbúningurinn var nánast algjörlega í höndum þeirra.  Þau voru með  fyrirlestra um þá staði sem við heimsóttum og var því hægt að samþætta undirbúninginn flestum námsgreinum skólans.  Við viljum þakka öllum krökkunum sem tóku þátt ásamt foreldrum sínum.  Einnig langar okkur að þakka þeim kennurum sem hjálpuðu okkur að gera þetta kleift og jafnframt Mosfellsbæ sem styrkti verkefnið myndarlega.

Hanna Bjartmars, Sigríður Hafstað og Jóna Dís Bragadóttir

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira