logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Velheppnuð afmælishátíð Varmárskóla

04.06.2012 15:54

Laugardaginn 2. júní var haldið upp á 50 ára afmæli Varmárskóla. Nemendur og starfsfólk skólans tók á móti gestum í báðum skólahúsunum og auk þess fór glæsileg dagskrá fram í íþróttahúsinu að Varmá. Eins og sjá má á myndasíðunni okkar var margt í boði á afmælishátíðinni. Nemendur í 10. bekk kynntu lokaverkefni sín og gestum bauðst að skoða myndir úr sögu skólans og námsefni liðinna ára. Nemendur héldu glæsilega tískusýningu og danssýningar fóru fram í báðum deildum skólans. Einnig tók skólinn á móti grænfánanum í fyrsta sinn og er að því leyti frumkvöðull á meðal stofnanna í Mosfellsbæ. Í íþróttahúsinu spilaði Skólahljómsveitin og kór skólans frumflutti nýjan skólasöng svo eitthvað sé nefnt.

Á afmælishátíð skólans skipulögðu 5-bekkirnir ratleik um skólann. Þátttaka nemenda og foreldra voru afar góð og skemmtu þau sér konunglega við að leysa hinar ýmsu þautir eins og að sippa, þræða nál, búa til orðakeðju, byggja hús ofl. Ræst var tvisvar  út í leikinn. Í fyrri keppninni unnu leikinn Óliver, Elín Elísabet, Dagný, Magnús og Kristján. Í seinni keppninni unnu: Kolfinna Iðunn, Kári, Elísa, Anna og feðurnir Atli og Níels. Kunnum við nemendum og aðstandendum þakkir fyrir góða og drengilega keppni.

Við þökkum þeim sem heimsóttu okkur kærlega fyrir komuna.

Myndir frá hátíðinni eru á myndasíðunni undir - Afmælishátíð.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira