logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Hjólaferð í Bláfjöll

05.10.2012 12:50

Útivistarval í unglingadeild Varmárskóla lagði af stað 10 saman hjólandi eftir námsefniskynningu á þriðjudeginum 25. september í fínu veðri. Búið var að koma megninu af farangri fyrir í bíl svo einungis var tekið smá nesti og léttur hlífðarfatnaður í lítinn bakpoka.
Komumst ekki langt þar sem pedali datt af einu hjólinu áður en komið var að Hafravatni. Því var reddað í snarhasti og komið með nýtt hjól og það bilaða tekið heim. Eftir þetta gekk ferðin áfallalaust fyrir sig og var áð rétt ofan við Elliðavatn og borðað nesti og fallegar hraunmyndanir skoðaðar sem nefnast tröllabörn. Þegar komið var upp í Bláfjöll var farið í að koma sér fyrir og næra sig áður en haldið var aftur af stað út, nú fótgangandi. Fengum við leiðsögn og skoðuðum 4 hella, hver öðrum skemmtilegri og var ekki að sjá að nokkrum manni leiddist. Svo var haldið aftur upp í skála og horft á bíómynd áður en farið var að sofa.

Daginn eftir var dimm þoka, rok og rigning og fyrirhuguð hellaferð í einn helli til var felld niður og fengu drengirnir því viðbótar klukkutíma í svefn. Var svo lagt af stað aftur heim í talsverðu roki en að mestu hætt að rigna. Heimferðin gekk áfallalaust fyrir sig og voru það mis þreyttir ferðalangar sem stigu af hjólum sínum í Mosfellsbæ um og upp úr kl 14:00 á miðvikudegi, meira en lítið til í að fara aðra slíka ferð við fyrsta tækifæri. Sjá fleiri myndir á myndasíðunni: Útivistarval-sept.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira