logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Velheppnuð Þórsmerkurferð hjá 9.bekk

12.10.2012 11:29

9. bekkur fór í Þórsmörk 4. – 5. september. Mörkin heilsaði okkur á fimmtudeginum með sól og blíðu og fallegum haustlitum. Krossáin var alveg róleg að þessu sinni. Við gistum í Skagfjörðsskála í Langadal og eftir að við höfðum komið okkur fyrir gengum við upp á Valahnúk. Þar var heldur svalara en stórkostlegt útsýni til allra átta. Þaðan gengum við niður í Húsadal og síðan til baka í skálann með viðkomu í Snorraríki þar sem sumir reyndu sig í klettaklifri. Um kvöldið var stjörnubjartur himinn og gátu þeir fróðu kennt okkur hinum ýmislegt um stjörnumerkin. Klukkan 11 á föstudagsmorguninn lögðum við af stað heim. Við komum við í Stakkholtsgjá og gengum inn að fossi. Komum svo til baka sæl og glöð klukkan 4 á föstudaginn.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira