logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Stóra upplestrarkeppnin í 7.bekk - Lið Varmárskóla valið

15.02.2013 10:46

Fimmtudaginn 7. febrúar voru fulltrúar Varmárskóla í Stóru upplestrarkeppnina 2013 valdir. Nemendur í 7. bekk hafa frá því í nóvember allir æft upplestur í íslenskutímum undir leiðsögn kennara sinna. Tólf nemendur sem áður höfðu verið valdir fulltrúar sinna íslenskuhópa lásu bæði sögu og ljóð í hátíðarsalnum. Dómarar voru Guðlaug Guðsteinsdóttir, Guðrún Esther Árnadóttir og Birgir D.Sveinsson.

 

Fulltrúar okkar í keppninni á móti Lágafellsskóla sem haldin verður þann 7. mars verða:

 

Agnes Emma 7.GÓG

Amanda Lind 7. FFE

Anna Pálína 7. FFE

Robert David 7. FFE

Aníta Hulda 7. FFE

 

Til vara er Guðmundur Árni 7. GÓG

 

Þessir nemendur munu æfa sig í upplestri hjá Gunnhildi Sigurðardóttur kennara fram að lokakeppninni.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira