logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Norðurlandakvöld sjöttu bekkinga

25.02.2013 09:28

Dagana 18.-20.febrúar buðu nemendur 6.GA, 6.ÁGM og 6.HG foreldrum/ættingjum á kynningu á Norðurlöndunum. Þau eru búin að læra ýmislegt um Norðurlöndin frá því í október. Þau bjuggu til glærukynningu og gerðu veggspjöld. Dönsuðu færeyskan hringdans sem þau lærðu hjá Svanhildi danskennara og sundu undir "Á Sprengisandi". Einnig höfðu þau eldað ýmsan mat frá löndunum í tímum hjá Guðrúnu Sig heimilisfræðikennara. Það voru því glæsilegirnorrænir réttir sem þau buðu svo gestum sínum í lok sýningar. Nemendur mega vera stolt af verkum sínum og framkomu.

Myndir frá boðunum eru á myndasíðu: 6b-Norðurlandakynning

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira