logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Stóra upplestrarkeppnin haldin 7.mars kl. 20:00 í Lágafellsskóla

06.03.2013 16:08

Stóra upplestrarkeppnin verður haldin í Lágafellsskóla fimmtudaginn 7.mars kl. 20:00.

Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Mosfellsbæjar, lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Auk þess koma fram ungir hljóðfæraleikarar og skólakór Varmárskóla. Skáld keppninnar að þessu sinni eru Friðrik Erlingsson og Þóra Jónsdóttir.

Efnt var til samkeppni um myndskreytingu boðskorts og dagskrár og verða veittar viðurkenningar fyrir það á hátíðinni.

Ein af verðlaunamyndunum prýðir þessa frétt.

 

Gestir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira