logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Skólaheimsókn væntanlegra 1. bekkinga

28.05.2013 12:56

Skolaheimsokn_mai (11) (800x532)Fimmtudagsmorgun 23. maí komu væntanlegir nemndur í 1. bekk Varmárskóla í heimsókn ásamt foreldrum sínum. Allir mættu fyrst á sal þar sem Þóranna skólastjóri tók á móti þeim og ræddi við börn og foreldra um skólabyrjun. Eftir það var nemendum boðið með kennurum í stofur í spjall og verkefnavinnu meðan foreldrar sátu eftir í sal. Þar kynnti Guðrún Bjarkadóttir skólahjúkrunarfræðingur hlutverk sitt í skólanum og Solveig Ólöf Magnúsdóttir deildarstjóri fór yfir mikilvægi lestrarnáms. Nemendur fengu poka heim með lítilli verkefnabók og ýmsum upplýsingum um nýja skólann sinn.

Myndir á myndasíðu

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira