logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Útskriftarferð 10.bekkjar Varmárskóla

02.06.2013 17:12

    Utskrift_10b-9Nemendur í 10. bekk Varmárskóla héldu dagana 29.-31. maí í útskrifarferð ásamt umsjónarkennurum sínum. Ferðinni var heitið í Skagafjörð þar sem gist var í Varmahlíðarskóla. 

        Fyrsta daginn var farið í Wipeoutbrautina á Bakkaflöt þar sem krakkarnir fóru í gegnum sérstaka þrautabraut. Fæstir komust þurrir frá þrautabrautinni og því var næst haldið í sund í Varmahlíð. Eftir kvöldmat var síðan haldið í klettaklifur og sig með aðstoð björgunarsveitarinnar á staðnum og í skotfimi hjá Skotfélaginu Ósmanni á Sauðárkróki þar sem nemendur fengu að spreyta sig á æfingabraut félagsins. 

        Daginn eftir var haldið í flúðasiglingu niður Jökulsá vestari við mikla ánægju nemenda og stór hópur nemenda og huguðustu kennararnir stukku út í ána fram af kletti. Einnig var farið í litbolta á litboltasvæðinu við Bakkaflöt. Það voru þreyttir en ánægðir nemendur sem héldu heim á leið á föstudaginn eftir frábæra ferð í Skagafjörðinn.

Fleiri myndir á myndasíðunni: 10.b-Útskriftarferð

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira