logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Opið hús - Máttur tengslanna

19.03.2015 14:46
Eins og fram hefur komið, hefur í vetur verið lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga.

Ráð sem foreldrar, systkin, ömmur og afar, þjálfarar, kennarar og allir þeir sem koma að uppvexti barna og unglinga geta nýtt sér.

Að þessu sinni fjallar Valgerður Baldursdóttir geðlæknir um mikilvægi öruggrar tengslamyndunar á fyrstu æviárunum og um góð tengsl milli foreldra og barna allan uppvöxtinn sem grunn að velferð þeirra almennt og þar með talið andlegu og líkamlegu heilbrigði.
Valgerður er barna- og unglingageðlæknir í grunninn og vann m.a. á unglingadeild BUGL og síðar yfirlæknir þar. Valgerður hefur að mestu unnið í geðlækningum fullorðinna undanfarin ár og starfar í dag á Reykjalundi.

Málefni barna og fjölskyldna eru henni alltaf hugleikin og tengslamál í víðum skilningi hafa verið hennar faglega leiðarljós alla tíð.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira