logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Víkingar og Rokksafnið

08.06.2015 11:09
Nemendur í 5. bekk hafa verið að læra um víkinga í vetur. Af því tilefni var farið í heimsókn í Víkingaheima í Reykjanesbæ. Þjóðháttafræðingur tók á móti hópnum og fræddi nemendur um lifnaðarhætti víkinga og siglingar þeirra. Einnig var farið í Rokksafnið þar sem hægt var að prófa karókí og ýmis hljóðfæri. Að því búnu hélt hópurinn í Skessuhellinn, heilsaði upp á skessuna og fékk sér nesti á túninu í blíðskaparveðri. Það voru foreldrar í 5. bekk sem gerðu nemendum kleift að fara í þessa ferð og eru þeim færðar þakkir fyrir. Myndir eru á myndasíðunni og má nálgast hér.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira