logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Grænlenskir nemendur í heimsókn

29.09.2015 09:32
Varmárskóli fékk á dögunum góða heimsókn frá Narsaq á Grænlandi. Hópurinn samanstóð af 20 börnum og 4 kennurum, krakkarnir eru 13 ára gamlir.
Grænlenskir skólar standa fyrir þessum námsferðum með grænlenska krakka, en allir nemendur fara í slíka ferð einu sinni á grunnskólagöngu sinni. Algengasti aldurinn er 11-13 ára. Þessar ferðir eru farnar til þess að víkka sjóndeildahring grænlenskra barna þar sem Grænland er heimurinn og allt utan þess er mjög framandi fyrir þau. Þetta er einnig hluti af aðlögun fyrir þau þar sem ef Grænlendingar vilja mennta sig frekar eftir grunnskólagöngu sína þá þurfa börn að fara 16 ára gömul til Danmerkur í framhalds- og háskóla.

Heimsóknin tókst vel í alla staði og var mjög góð innspíting í dönskukennslu, því grænlensk börn hafa fengið kennslu í dönsku síðan í 2. bekk, en tala oft mjög litla ensku. Hér má sjá myndir.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira